mánudagur, maí 01, 2006

Farin

Mamma og pabbi eru farin. Þau fóru núna í kvöld. Búið að vera voða gaman að hafa þau eins og alltaf. Og alltaf jafn leiðinlegt þegar þau fara. En við hittumst nú aftur eftir 10 daga og þá fyrir norðan. Afi verður áttræður 11. maí og við ætlum öll í bústað í Kjarnaskógi. Líana kemur að utan þannig að það verður örugglega mikið stuð :)

Annars hef ég nú ekki mikið að segja í þetta skiptið... ætla að horfa á Lost og bið ykkur vel að lifa.

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home