mánudagur, maí 15, 2006

Heim

Jæja við komumst heil heim að norðan. Þetta var velheppnuð sumarbústaðaferð að öllu leyti. Rosalega gaman að Líana skyldi koma og var afi hinn ánægðasti með allt saman :) Við vorum líka rosalega heppin með veður, sól og blíða alla dagana og var því æðislegt að hafa pott á staðnum. Við fórum öll út að borða á Friðriki V, svaka góður matur og svo var fengið sér Brynju ís í eftirrétt :) Við kíktum svo aðeins á Rakel og stelpurnar, Orri er aldrei heima þegar við eigum leið um Akureyri. Svo var auðvitað farið í Jólalandið sem er nú alveg æðislegt. Jiii, jólalög, jólatré, jóladót og hangikjötslykt í maí... hvað er betra? :) Já þannig að þetta var hin besta ferð.

Annars verð ég nú aðeins að tjá mig um þennan ölvunarakstur hjá Eyþóri Arnalds. Mér finnst þetta vera svolítið mikið blásið út í fjölmiðlum. Ekki það að ég sé neitt hlynt ölvunarakstri, þvert á móti. Við Heimir vorum einmitt að ræða það í gærkvöldi að miðað við fréttaflutninginn var alveg eins og maðurinn væri látinn! Það var verið að rifja upp hans feril, bæði í tónlist og lífinu bara almennt. Skrítið. Svo horfði ég á Eyþór í Íslandi í dag og Kastljósi og fannst hann nú bara standa sig vel og koma þessu nokkuð vel frá sér. Æji ég eiginlega vorkenni honum... en ég er kannski bara svona vitlaus!

Jæja, Lost búið... finnst "the other" gaurinn ógeðslegur en Dr. Jack alltaf jafn guðdómlegur :)

Bíð ykkur góðrar nætur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home