fimmtudagur, maí 18, 2006

Jahá!!

Ég verð nú bara aðeins að blogga eftir þetta :) Já einhverra hluta vegna þá kom þetta mér ekki á óvart. Júlía hinsvegar átti ekki til eitt aukatekið orð! Skyldi bara ekkert í þessu. Mér fannst showið rosa flott hjá henni, hún sagði freaking í staðinn fyrir f...ing, en söngurinn fannst mér frekar lélegur. Hún var svo andstutt og náði einhvern veginn ekki að klára orðin. Greyið, hún hlýtur bara að hafa verið lasin. Mér fannst samt frekar mikil vanvirðing að púa svona á hana, en hún hefur kannski bara kallað það yfir sig, það er ekki eins og hún hafi verið kurteisin uppmáluð þarna úti.

En ég var ánægð með finnana og svíana. Held svei mér þá að svíarnir gætu unnið þetta.

Á næsta ári verðum við sennilega í Danaveldinu að fylgjast með þessu þannig að þá munum við liggja í símanum og kjósa Ísland, þið eruð velkomin :)

Nú þegar þessu er lokið myndi mig langa að sjá sjálfa Ágústu Evu í viðtali. Athuga hvað hún hefur um málið að segja. Vona að Kastljós fái hana í viðtal :)

Jæja, Desperate Housewifes að fara að byrja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home