föstudagur, maí 19, 2006

Ljúfur dagur

Við mæðgur áttum einstaklega skemmtilegan dag. Við löbbuðum Laugarveginn með Heiðu og Jóhönnu. Ég get svo svarið það að ég hef ekki gengið niður þessa blessuðu götu síðan árið 2003! Ferlega fyndið :) En það var svakalega gaman hjá okkur og enduðum við svo ferðina á því að fá okkur kökur á Súfistanum.

En já ég er komin með upp í kok af fröken Silvíu Nótt. Ég meina það. Finnst hún hafa gengið full langt eftir keppnina í gær. Og þó þetta sé bara allt saman leikrit þá er komið gott! Hætta ber leik er/þá hæst hann stendur, er það ekki eitthvað svoleiðis :)

Ingibjörg varð 9 mánaða í gær. NÍU MÁNAÐA! Jeminn eini, eftir 3 mánuði verður hún ársgömul! Er bara ekki að trúa þessu. Það fer bara að koma tími á annað barn :) haha.

Góða helgi öllsömul.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home