miðvikudagur, maí 10, 2006

Norður

Það styttist óðum í norðurferðina. Förum á föstudaginn. Búið að ákveða að grilla hreindýr það kvöldið og svo býður afi út að borða á Friðrik fimmta á laugardagskvöldið. Hlakka mikið til. Það verður gaman að hitta Líönu og fyrir hana að sjá Ingibjörgu í fyrsta skipti, ömmusysturbarnið hennar :)

Jiii ef að við værum ekki að fara til Danmerkur, þá væri ég sennilega að byrja að vinna núna. Guð minn, ég hefði örugglega ekki meikað það að skilja Ingibjörgu eftir hjá einhverri dagmömmu! Neinei í staðinn verðum við tvær að lufsast saman eitthvað frameftir hausti :) aldeilis flott. Sko, þarna er kominn einn ljós punktur yfir að vera að fara :) Ég get nú samt alveg viðurkennt það að ég er orðin svolítið, endurtek svolítið, spennt að flytja út. Segi það nú samt enn og aftur að ég er ekki að NENNA að pakka og vesenast í því öllu!

Fór í Ikea í dag. Búðin er nú bara full af nýjum æðislegum sumarvörum. Hefði alveg getað farið hamförum þarna, en náði að stilla mig og keypti bara það sem ég ætlaði mér. Greip auðvitað með mér nokkur kerti sem er alveg nauðsynlegt fyrir sumarið :)
Við mæðgur kíktum svo á Heiðu í skólann og enduðum svo rúntinn á Pítunni. Heiða reddaði mér fyrstu seríunni af One Tree Hill, þannig að nú er að hella sér út í þá vitleysu :) bara gaman af því.


Ingibjörg er að lúlla sér, Heimir ekki kominn heim og ég er farin að sjá stjörnur. Bið ykkur vel að lifa. Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home