fimmtudagur, maí 04, 2006

Skoðanir

Skoðunin og sprautan búin. Allt gott að frétta þaðan, daman orðin 71 cm og 8,1 kg, litla barnið mitt :) Brást hin versta við sprautunni en það var fljótt að renna af henni.

Augnskoðunin fór líka vel hjá mér, og eins og ég var búin að spá þá er ég útskrifuð. Hann stillti gleraugu og leyfði mér að sjá hvernig sjónin var fyrir aðgerð, og guð minn góður það var sko alveg rétt hjá honum að ég sá bara ekki görn! Jiii hvað þetta var skrýtið (já SKRÝTIÐ með ?Ý). Maður er svo fljótur að gleyma og mér finnt bara eins og ég hafi aldrei verið með gleraugu. Ótrúlegt!

Regnið lemur rúðurnar inni í eldhúsi, þetta er svo svæfandi. Ingibjörg kúrir í sínu rúmi, Heimir er enn að vinna og ég er alveg að sofna... læt þetta duga í bili.
Zzzzzzzzzzz... Góða nótt
.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home