miðvikudagur, maí 03, 2006

Skrýtið/skrítið

Er að verða vitlaus á þessu orði!! Það virðist ekki skipta máli hvort það eigi að skrifast með ý eða venjulegu. Ég hef tekið eftir því að í þýddum texta í sjónvarpinu er það alltaf skrifað með ý. Spurði góðvinkonu mína sem er með þessa hluti á hreinu og hún sagði að það ætti að skrifast með venjulegu. Þar hafið þið það ef þið hafið verið að velta þessu fyrir ykkur. Ég var allavegna alveg að fara yfirum á þessu, þannig að hér eftir mun ég alltaf skrifa SKRÍTIÐ.

Meira um svona... ég þoli ekki þegar fólk er að stytta og bjaga orð. Nokkur dæmi, ammili, nebbla, audda, náttla, geggt, solleis og fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Ég meina, hvað er að?! Ef þetta á að vera eitthvað flott þá er ég alveg greinilega ekki að ná því. Er klárlega ekki á þessari bylgjulengd. Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en þegar maður er að lesa texta og svona orð eru sett inn. Guð minn eini! Er ekki bara hægt að skrifa orðin rétt? Maður spyr sig... Enn eitt búið að bætast á listann yfir það sem Ingibjörg Á að gera og Á EKKI að gera :)

En ég ætla nú ekki að æsa mig upp úr öllu valdi hér svona rétt fyrir svefninn. Dagurinn búinn að vera fínn og kom Heiða og kíkti á okkur mæðgur. Alltaf gaman að fá hana í heimsókn.
Í fyrramálið er svo 8 mánaða skoðunin hjá Ingibjörgu þó hún sé nú orðin 8 og hálfsmánaða! Pirrar mig svakalega að hún skuli ekki fá skoðunina þegar hún var akkúrat 8 mánaða!! Nú riðlast allt kerfið... 9 mánað skoðun - 9 og hálfsmánaða og svo framvegis!! Ohhh...
Ég fer svo í loka augnskoðun á morgun og vænti ég þess að ég útskrifist með láði.

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home