þriðjudagur, maí 09, 2006

Sól og sumarylur

Við mægður fórum til Jóhönnu Bjargar í dag og þaðan var svo stefnan tekin á Smáralindina. Við Jóhanna litum reyndar á hvor aðra þegar við komum út í 18 gráðu hitann og sögðum, úff við hefðum átt að labba Laugarveginn! En við gerum það bara næst :)

Já nú held ég að sumarið sé komið. Þvílíka bongóblíðan síðustu daga. Helgin var fín, slepptum reyndar sundinu á laugardeginum. Eigum 3 tíma eftir, veit ekki hvort við nennum að klára þá. Hafnarfjarðarfjölskyldan kom svo í kaffi á sunnudeginum, voða gaman eins og alltaf.
Ingibjörg fékk að smakka ís í fyrsta skipti um helgina svona í tilefni sumarsins, eða reyndar aðallega brauðið og ég get sko sagt ykkur það að það rumdi hástöfum í henni við hvern bita :) Ætluðum alveg að verða vitlaus úr hlátri. Svo hafði hún það bara gott í hitanum úti á svölum að leika sér á teppinu.

Aðeins meira um stafsetningu, orðið tilbaka. Á að skrifa það í tveimur orðum, til baka? Held að ég geri bæði... kannski er þetta eins og með skrýtið/skrítið, bæði rétt :)

Hugsa að ég skelli mér í Ikea, Blómaval og fleiri álíka skemmtilega staði á morgun
:)

Prison Break - í einu orði sagt: ROSALEGIR!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home