fimmtudagur, maí 25, 2006

Vika

Já nú er akkúrat vika í ferðalagið okkar til Köben. Óhætt að segja að það er mikil spenna í hópnum. Við Júlía gerum ekki annað en að plana ferðina fram og til baka, og bæta við á listana okkar yfir það sem við ætlum að kaupa :) Setti smá strik í reikninginn að það er allt lokað þarna á Hvítasunnudeginum, en við breyttum þá bara aðeins planinu og ætlum að taka því rólega og kíkja í Tívolíið. Eigum flug um kvöldmatarleytið heim.

Mamma kemur á miðvikudaginn til að passa nöfnu sína. Og hún kemur ekki ein, hún tekur mína nöfnu með :) semsagt ömmu. Það verður því mikið dekur á minni meðan að við erum í burtu. Kvíði svona nett fyrir því að fara frá henni, en iss þetta verður allt í lagi, við höfum líka báðar mjög gott að því.

Annars er það helst að frétta af Ingibjörgu að hún er hætt á brjósti!! Jájá, fékk síðasta sopann í gærmorgun. Nákvæmlega 9 mánaða og 1 viku gömul! Gengur bara vel hjá okkur, hún er svo dugleg þessi elska. Ég er að springa og ætla rétt að vona að þetta lagist fljótlega, annars er aldrei að vita nema ég gefi henni smá slurk :)

Kosningar á laugardaginn. Get svo svarið það að ég er ekki viss um hvað ég ætla að kjósa. Væri hinsvegar með það á hreinu ef ég væri að kjósa fyrir austan!! Auðvitað lista bekkjarsystur minnar :) Veit það samt að ég ætla ekki að kjósa hann Vilhjálm. Líst ekkert á hann. Svo er Dagur farinn að fara nett í pirrurnar á mér, ég sem var svo hrifin af honum, finnst hann bara eitthvað svo mikil kerling. Er ekki frá því að ég sé að verða skotin í honum Birni Inga. Æji ég veit það ekki. Ég fer allavegna að kjósa... bara spurning hvað ég kýs!

Almáttugur eini það hélt ég að ég myndi deyja þegar Ungfrú heimur datt á krýningunni í gærkvöldi. Stillti yfir til að sjá krýninguna og jii hvað ég vorkenndi henni. Hún bara dúndraðist á andlitið og bossinn upp í loft! Greyið stelpan. En hvernig var það, var engin keppni fyrir Austurland? Getur verið að það hafi farið framhjá mér?!

Jæja, húsmæðurnar eru í sjónvarpinu. Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home