þriðjudagur, maí 30, 2006

Óvissa

Ég þoli ekki óvissu, að vita ekki hvernig hlutirnir verða, og eins og staðan er í dag finnst mér eiginlega allt vera í óvissu. Hvenær selst íbúðin okkar? Fáum við eitthvað húsnæði í Danmörku? Hvað eigum við að gera við allt dótið okkar? Taka það með eða skilja það eftir? Hvenær getum við mæðgur farið austur? Það fer eiginlega allt eftir sölu á blessuðu íbúðinni. Er ég að fara í aðgerð eða slepp ég? Læknirinn ætlaði að hringja í dag eða á morgun, en miðað við útkomu úr fyrstu sýnatöku þarf ég að fara svo nú er bara spurning hvað kemur úr spegluninni sem ég fór í í síðustu viku. En það er eitt atriði sem hægt er að stroka út af óvissu listanum, og það er að Heimir er kominn inn í skólann!! Guði sé lof. Og það er eitt sem ég veit alveg fyrir víst og það er að ég er að fara í skemmtiferð með yndislegum vinum til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn... það er allavegna alveg á tæru! :)

Og mamma og amma á morgun. Það verður stuð að fá þær. Veit nú alveg að það á eftir að ganga eins og í sögu hjá þeim þremur meðan við verðum í burtu. Er hálfnuð með að pakka okkur niður, er að reyna að koma okkur báðum fyrir í EINNI ferðatösku, er að reyna að vera skynsöm við að pakka og kalla ég mig góða ef mér tekst það! Ætlunin er að kaupa tösku úti og á ég örugglega ekki í neinum vandræðum með að fylla hana :)

Jæja nú fer Prison að byrja.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

20:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Especially I like the first site. But other links are informative too, if you are interested check all those links.http://googleindex.info/1672.html and http://google-machine.info/91.html

04:09  

Skrifa ummæli

<< Home