Danmerkurferðin
Jæja þá erum við komin heim eftir alveg hreint frábæra ferð. Má eiginlega segja að ég er alveg yfir mig hrifin af borginni og er jafnvel, tek fram jafnvel, orðin svolítið spennt að flytja út :) Ætla bara rétt að vona að við fáum almennilega íbúð, ekki eins og þessa sem við vorum í. Samgöngurnar þarna eru alveg frábærar, hjól, Metro og Bus. Hlakka mikið til að fá mér hjól með körfu og stól fyrir Ingibjörgu, og svo ætlum við auðvitað að kaupa svona "hlífðar"vagn fyrir hana :) Jiii þetta verður stuð. Gerðum heil ósköpin öll á þessum fáu dögum, skoðuðum skólann hans Heimis, fórum í bátsferð um síkin, fórum á Strikið og í Fields, í Tívolíið, fórum auðvitað til Hrafnhildar og fjölskyldu og í mat þangað, fórum út að borða og svo mætti lengi telja. En það sem stendur upp úr ferðinni er laugardagskvöldið. Eftir að hafa borðað á okkur gat á Hereford röltum við upp Strikið, kíktum á pöbb og svo um miðnætti skellti Heimir sér á skeljarnar á miðju Ráðhústorginu! :) Já já. Átti ekki til eitt aukatekið orð hvernig honum tókst að leyna mig þessu og hvað þá að hafa tekist að fela hringana fyrir mér! Skil það reyndar ekki enn! :)
En það er því ekkert nema gott um þessa ferð að segja nema hvað ég virðist hafa týnt myndavélinni! Eini staðurinn sem ég á eftir að ath með er flugvélin. Ætla rétt að vona að hún sé þar! Myndirnar eru þó ekki glataðar því Hermann var búinn að hlaða þeim inn á tölvuna þeirra, thank God!
Næst á dagskrá hjá okkur ferðafélögunum er ferð til London. Bara ekki komin tímasetning :) og svo koma þau auðvitað til okkar til Köben.
Hrafnhildi tókst allavegna ætlunarverk sitt og það er að ég er orðin ástfangin af Kaupmannahöfn!! Þakka þér Hrafnhildur! Og þar hafi þið það :)
Jæja þá erum við komin heim eftir alveg hreint frábæra ferð. Má eiginlega segja að ég er alveg yfir mig hrifin af borginni og er jafnvel, tek fram jafnvel, orðin svolítið spennt að flytja út :) Ætla bara rétt að vona að við fáum almennilega íbúð, ekki eins og þessa sem við vorum í. Samgöngurnar þarna eru alveg frábærar, hjól, Metro og Bus. Hlakka mikið til að fá mér hjól með körfu og stól fyrir Ingibjörgu, og svo ætlum við auðvitað að kaupa svona "hlífðar"vagn fyrir hana :) Jiii þetta verður stuð. Gerðum heil ósköpin öll á þessum fáu dögum, skoðuðum skólann hans Heimis, fórum í bátsferð um síkin, fórum á Strikið og í Fields, í Tívolíið, fórum auðvitað til Hrafnhildar og fjölskyldu og í mat þangað, fórum út að borða og svo mætti lengi telja. En það sem stendur upp úr ferðinni er laugardagskvöldið. Eftir að hafa borðað á okkur gat á Hereford röltum við upp Strikið, kíktum á pöbb og svo um miðnætti skellti Heimir sér á skeljarnar á miðju Ráðhústorginu! :) Já já. Átti ekki til eitt aukatekið orð hvernig honum tókst að leyna mig þessu og hvað þá að hafa tekist að fela hringana fyrir mér! Skil það reyndar ekki enn! :)
En það er því ekkert nema gott um þessa ferð að segja nema hvað ég virðist hafa týnt myndavélinni! Eini staðurinn sem ég á eftir að ath með er flugvélin. Ætla rétt að vona að hún sé þar! Myndirnar eru þó ekki glataðar því Hermann var búinn að hlaða þeim inn á tölvuna þeirra, thank God!
Næst á dagskrá hjá okkur ferðafélögunum er ferð til London. Bara ekki komin tímasetning :) og svo koma þau auðvitað til okkar til Köben.
Hrafnhildi tókst allavegna ætlunarverk sitt og það er að ég er orðin ástfangin af Kaupmannahöfn!! Þakka þér Hrafnhildur! Og þar hafi þið það :)
2 Comments:
Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»
I'm impressed with your site, very nice graphics!
»
Skrifa ummæli
<< Home