Ekki minn dagur
Þetta er ekki alveg búinn að vera dagur okkar mæðgnanna í dag. Ingibjörg byrjaði morguninn á því að æla yfir sjálfa sig og stólinn. Það var lítið við því að gera en að rífa hana úr kjólnum og skella öllu í þvottavélina. Ég byrjaði þó á því að setja fötin í bleyti inni í þvottahúsi og það gekk ekki betur en svo að kraninn datt af og það flæddi vatn um allt þvottahús. Ekki búið enn... þegar við komum í Smáralindina var hægt að vinda töskuna mína því pelinn hafði lekið og það var mjólk út um allt!! Ojbarasta! Og síminn minn er ónýtur!! Jájá. Ég er nú samt búin að finna nýjan sem mig langar í, best að vita samt hvað Heimir segir áður en ég kaupi hann :) En Guði sé lof þá er þessi dagur að kveldi kominn og Ingibjörg er farin að sofa. Efa að það geti eitthvað meira farið úrskeiðis í kvöld, enda allt er þegar þrennt er :)
En við erum búnar að vera á eilífum þvælingi bæði í gær og í dag. Útrétta út um allann bæ og reyna að klára eitthvað fyrir brottför. Keypti afmælisgjöfina hennar Ingibjargar, fór í Partýbúðina og keypti fyrir afmælið hennar, keypti útskriftargjafir og fleiri afmælisgjafir og ég veit ekki hvað og hvað. Sótti svo hringana í Smáralindina í dag og keypti síðustu útskriftargjöfina. Var ágætlega dugleg að pakka í gær, en guð minn við ætlum að afhenda á föstudaginn eftir viku! Þarf að vera dugleg á morgun.
Fór með Ingibjörgu í 10 mánaða skoðun í dag. Hún er orðin 72,5 cm og 8,2 kg. Hún er reyndar ekki búin að þyngjast nema um 100 gr. síðan síðast enda er hún ferlega löt að borða. Finnst samt eins og hún sé eitthvað aðeins að koma til núna.
Heimir fór aftur austur í dag, sem betur fer náðist að klára dæmið þannig að hann kemur heim í kvöld!! :)
Mikið asskoti er nú Jói Fel klár!! Ég get bara endalaust horft á hann vera að matbúa eitthvað. Það er svo flott hvernig hann gerir allt. Ég sver það... svo ég tali nú ekki um snyrtimennskuna :) Mér finnst hann samt vera eins og útblásin blaðra núna. Hann er eitthvað búinn að tútna út síðan í síðustu þáttaröð.
Það var jólaþáttur í Melrose í kvöld. Ohh það fór alveg um mig að heyra jólalögin, verð alltaf hálf klökk. Jiii hvað ég hlakka til jólanna. Tel reyndar afar líklegt að við verðum í Danmörku þessi jól. Ekkert frí hjá Heimi þessa önnina nema bara yfir hátíðardagana. En það hlýtur að verða fínt bara, mamma og pabbi koma og þá reddast allt :) Finnst samt skrítin tilhugsun að vera ekki heima um jólin. Hef bara einu sinni verið í burtu um jólin og þá fórum við til Þýskalands. Mjög gaman, en ég fann nú samt fyrir heimþrá á aðfangadag. Ætli það séu ekki hefðirnar, maður er alltaf vanur að gera það sama ár eftir ár. Yrði samt að gera eitthvað í sambandi við skreytingarnar, taka danir þær ekki svo snemma niður? Held að þær standi ekki einu sinni yfir áramót? Eða er ég að rugla? Veit það allavegna að mínar skreytingar munu standa fram yfir Þrettándann og hananú!! Hmmm er strax farin að plana jólaljósin og það er ekki eins og við séum komin með íbúð!! En við skulum nú vona að hún verði komin fyrir jól :)
Jæja, voða romsa varð þetta hjá mér. Ætla að vera heima á morgun og pakka. Aðþrengdar næst á dagskrá.
Þetta er ekki alveg búinn að vera dagur okkar mæðgnanna í dag. Ingibjörg byrjaði morguninn á því að æla yfir sjálfa sig og stólinn. Það var lítið við því að gera en að rífa hana úr kjólnum og skella öllu í þvottavélina. Ég byrjaði þó á því að setja fötin í bleyti inni í þvottahúsi og það gekk ekki betur en svo að kraninn datt af og það flæddi vatn um allt þvottahús. Ekki búið enn... þegar við komum í Smáralindina var hægt að vinda töskuna mína því pelinn hafði lekið og það var mjólk út um allt!! Ojbarasta! Og síminn minn er ónýtur!! Jájá. Ég er nú samt búin að finna nýjan sem mig langar í, best að vita samt hvað Heimir segir áður en ég kaupi hann :) En Guði sé lof þá er þessi dagur að kveldi kominn og Ingibjörg er farin að sofa. Efa að það geti eitthvað meira farið úrskeiðis í kvöld, enda allt er þegar þrennt er :)
En við erum búnar að vera á eilífum þvælingi bæði í gær og í dag. Útrétta út um allann bæ og reyna að klára eitthvað fyrir brottför. Keypti afmælisgjöfina hennar Ingibjargar, fór í Partýbúðina og keypti fyrir afmælið hennar, keypti útskriftargjafir og fleiri afmælisgjafir og ég veit ekki hvað og hvað. Sótti svo hringana í Smáralindina í dag og keypti síðustu útskriftargjöfina. Var ágætlega dugleg að pakka í gær, en guð minn við ætlum að afhenda á föstudaginn eftir viku! Þarf að vera dugleg á morgun.
Fór með Ingibjörgu í 10 mánaða skoðun í dag. Hún er orðin 72,5 cm og 8,2 kg. Hún er reyndar ekki búin að þyngjast nema um 100 gr. síðan síðast enda er hún ferlega löt að borða. Finnst samt eins og hún sé eitthvað aðeins að koma til núna.
Heimir fór aftur austur í dag, sem betur fer náðist að klára dæmið þannig að hann kemur heim í kvöld!! :)
Mikið asskoti er nú Jói Fel klár!! Ég get bara endalaust horft á hann vera að matbúa eitthvað. Það er svo flott hvernig hann gerir allt. Ég sver það... svo ég tali nú ekki um snyrtimennskuna :) Mér finnst hann samt vera eins og útblásin blaðra núna. Hann er eitthvað búinn að tútna út síðan í síðustu þáttaröð.
Það var jólaþáttur í Melrose í kvöld. Ohh það fór alveg um mig að heyra jólalögin, verð alltaf hálf klökk. Jiii hvað ég hlakka til jólanna. Tel reyndar afar líklegt að við verðum í Danmörku þessi jól. Ekkert frí hjá Heimi þessa önnina nema bara yfir hátíðardagana. En það hlýtur að verða fínt bara, mamma og pabbi koma og þá reddast allt :) Finnst samt skrítin tilhugsun að vera ekki heima um jólin. Hef bara einu sinni verið í burtu um jólin og þá fórum við til Þýskalands. Mjög gaman, en ég fann nú samt fyrir heimþrá á aðfangadag. Ætli það séu ekki hefðirnar, maður er alltaf vanur að gera það sama ár eftir ár. Yrði samt að gera eitthvað í sambandi við skreytingarnar, taka danir þær ekki svo snemma niður? Held að þær standi ekki einu sinni yfir áramót? Eða er ég að rugla? Veit það allavegna að mínar skreytingar munu standa fram yfir Þrettándann og hananú!! Hmmm er strax farin að plana jólaljósin og það er ekki eins og við séum komin með íbúð!! En við skulum nú vona að hún verði komin fyrir jól :)
Jæja, voða romsa varð þetta hjá mér. Ætla að vera heima á morgun og pakka. Aðþrengdar næst á dagskrá.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home