Kassar
Það eru komnir kassar í hús. Nú er bara að byrja að pakka. Ég byrjaði reyndar aðeins í dag, fór í gegnum alla geisladiska og byrjaði á bókunum. Ætla nú að skilja flesta diskana eftir, eitthvað á ég inni á tölvunni og svo tek ég með þá allra skemmtilegustu... semsagt Sálina :)
Senn líður að afmælinu svo ég bauð Júlíu Rós og fjölskyldu í afmæliskaffi á laugardeginum. Mikið gaman. Heiða og Símon koma svo í mat á sjálfan afmælisdaginn. Annars finnst mér ég vera orðin ansi dugleg, veit ekki hvort þetta þýði að ég sé að verða fullorðin. Málið er að ég er búin að fá 4 afmælispakka og hef setið á mér að rífa þá upp!! Fyrsta pakkann fékk ég þegar Líana kom um miðjan maí og svo hef ég bara sett hina pakkana hjá honum. Var nú reyndar næstum því búin að taka upp pakkann sem ég fékk á laugardaginn en Júlía náði að telja mig af því. Held samt að ég muni aldrei geta geymt að taka upp jólakortin!! Get það bara ekki. Talandi um jól, þá veit ég ekki hvort við verðum í Danaveldinu eða heima í Nesk. yfir jólin. Í Reykjavík verð ég allavegna ekki! Mig langar auðvitað heim, en það væri nú kannski allt í lagi að vera í Danmörku. Mamma og pabbi kæmu auðvitað pottþétt, en þá yrðu amma og afi ein. O jæja, ætla ekki að fara að velta mér upp úr þessu alveg strax...
Fórum á sunnudeginum í Smáralindina. Ætluðum í bæinn því það var nú einu sinni Sjómannadagur, en guð góður við vorum ekki að nenna því í rigningunni. Fann mér gasalega fína afmælisgjöf frá Heimi og varpaði hann öndinni léttar :) Fórum líka með hringana í minnkun og svo var auðvitað keypt bók handa Ingibjörgu.
Ingibjörg er að fá 7. og 8. tennurnar núna. Við hliðina á neðri framtönnunum. Ætli barnið verði ekki bara fulltennt á ársafmælinu sínu :) Hún verður allavegna örugglega ekki farin að labba þá... er nú ekkert að flýta sér í þeim efnunum.
Pantaði mér tíma í klippingu hjá Sigrúnu, laugardaginn 24. júní. Hárið á mér er nú þegar orðið ansi skrautlegt þannig að ég veit ekki hvernig ég ætla að meika það að bíða í næstum því tvær vikur. Úff úff.
Styttist í Lost.
Það eru komnir kassar í hús. Nú er bara að byrja að pakka. Ég byrjaði reyndar aðeins í dag, fór í gegnum alla geisladiska og byrjaði á bókunum. Ætla nú að skilja flesta diskana eftir, eitthvað á ég inni á tölvunni og svo tek ég með þá allra skemmtilegustu... semsagt Sálina :)
Senn líður að afmælinu svo ég bauð Júlíu Rós og fjölskyldu í afmæliskaffi á laugardeginum. Mikið gaman. Heiða og Símon koma svo í mat á sjálfan afmælisdaginn. Annars finnst mér ég vera orðin ansi dugleg, veit ekki hvort þetta þýði að ég sé að verða fullorðin. Málið er að ég er búin að fá 4 afmælispakka og hef setið á mér að rífa þá upp!! Fyrsta pakkann fékk ég þegar Líana kom um miðjan maí og svo hef ég bara sett hina pakkana hjá honum. Var nú reyndar næstum því búin að taka upp pakkann sem ég fékk á laugardaginn en Júlía náði að telja mig af því. Held samt að ég muni aldrei geta geymt að taka upp jólakortin!! Get það bara ekki. Talandi um jól, þá veit ég ekki hvort við verðum í Danaveldinu eða heima í Nesk. yfir jólin. Í Reykjavík verð ég allavegna ekki! Mig langar auðvitað heim, en það væri nú kannski allt í lagi að vera í Danmörku. Mamma og pabbi kæmu auðvitað pottþétt, en þá yrðu amma og afi ein. O jæja, ætla ekki að fara að velta mér upp úr þessu alveg strax...
Fórum á sunnudeginum í Smáralindina. Ætluðum í bæinn því það var nú einu sinni Sjómannadagur, en guð góður við vorum ekki að nenna því í rigningunni. Fann mér gasalega fína afmælisgjöf frá Heimi og varpaði hann öndinni léttar :) Fórum líka með hringana í minnkun og svo var auðvitað keypt bók handa Ingibjörgu.
Ingibjörg er að fá 7. og 8. tennurnar núna. Við hliðina á neðri framtönnunum. Ætli barnið verði ekki bara fulltennt á ársafmælinu sínu :) Hún verður allavegna örugglega ekki farin að labba þá... er nú ekkert að flýta sér í þeim efnunum.
Pantaði mér tíma í klippingu hjá Sigrúnu, laugardaginn 24. júní. Hárið á mér er nú þegar orðið ansi skrautlegt þannig að ég veit ekki hvernig ég ætla að meika það að bíða í næstum því tvær vikur. Úff úff.
Styttist í Lost.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home