Lasarus
Nú er Ingibjörg orðin lasin. Greyið litla. Þó gott að hún hefur aldrei orðin lasin og er nú orðin 10 mánaða+. En hún varð lasin á föstudag, í gær var hún með 40 stiga hita og í dag 39. Fer semsagt lækkandi og vonandi verður hún hress á morgun. Okkur sýnist að augntennurnar séu að koma niður þannig að það er spurning hvort þessi hiti fylgji þeim, því það er ekkert annað að nema hitinn. Hún er samt svo góð þessi elska þó hún sé voða lítil í sér.
Í gær fór ég nú loksins í klippingu til Sigrúnar. Jeminn ekki veitti af. Ég er gasalega fín, lét hana dekkja hárið og taka svolítið af því. Bara ný manneskja :) Þar sem klippingin tekur yfirleitt 3-4 tíma, þá skutlaðist ég heim í fínu fötin og hélt svo af stað í útskriftarveislurnar. Feðginin voru því bara heima meðan móðirin át á sig gat :) Ég byrjaði hjá Heiðu minni, fór svo til Ástu Sigrúnar, fór heim í klukkutíma og kom Ingibjörgu í háttinn og endaði veisluhringinn hjá Sunnu Björg. Æðislega gaman allt saman, en það hefði verið ennþá skemmtilegra hefði Ingibjörg ekki verið lasin og við öll getað farið. En stelpur mínar enn og aftur til hamingju með að vera búnar!! Júlía Rós útskrifaðist líka á föstudeginum sem verkefnastjóri frá HÍ. Til hamingju elskan.
Í dag erum við semsagt bara búin að vera heima að reyna að pakka. Heimir búinn að vera duglegur í sínu dóti sem ég kem ekki nálægt, og ég búin að vera í brothætta dótinu. Reyndar svolítið erfitt þegar Ingibjörg er svona lasin, hún unir sér nú ekki lengi ein og vill helst bara vera hjá manni.
En jæja, ég er að hugsa um að pakka aðeins meira fyrir svefninn. Bið ykkur vel að lifa.
Nú er Ingibjörg orðin lasin. Greyið litla. Þó gott að hún hefur aldrei orðin lasin og er nú orðin 10 mánaða+. En hún varð lasin á föstudag, í gær var hún með 40 stiga hita og í dag 39. Fer semsagt lækkandi og vonandi verður hún hress á morgun. Okkur sýnist að augntennurnar séu að koma niður þannig að það er spurning hvort þessi hiti fylgji þeim, því það er ekkert annað að nema hitinn. Hún er samt svo góð þessi elska þó hún sé voða lítil í sér.
Í gær fór ég nú loksins í klippingu til Sigrúnar. Jeminn ekki veitti af. Ég er gasalega fín, lét hana dekkja hárið og taka svolítið af því. Bara ný manneskja :) Þar sem klippingin tekur yfirleitt 3-4 tíma, þá skutlaðist ég heim í fínu fötin og hélt svo af stað í útskriftarveislurnar. Feðginin voru því bara heima meðan móðirin át á sig gat :) Ég byrjaði hjá Heiðu minni, fór svo til Ástu Sigrúnar, fór heim í klukkutíma og kom Ingibjörgu í háttinn og endaði veisluhringinn hjá Sunnu Björg. Æðislega gaman allt saman, en það hefði verið ennþá skemmtilegra hefði Ingibjörg ekki verið lasin og við öll getað farið. En stelpur mínar enn og aftur til hamingju með að vera búnar!! Júlía Rós útskrifaðist líka á föstudeginum sem verkefnastjóri frá HÍ. Til hamingju elskan.
Í dag erum við semsagt bara búin að vera heima að reyna að pakka. Heimir búinn að vera duglegur í sínu dóti sem ég kem ekki nálægt, og ég búin að vera í brothætta dótinu. Reyndar svolítið erfitt þegar Ingibjörg er svona lasin, hún unir sér nú ekki lengi ein og vill helst bara vera hjá manni.
En jæja, ég er að hugsa um að pakka aðeins meira fyrir svefninn. Bið ykkur vel að lifa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home