fimmtudagur, júní 15, 2006

Pabba afmæli

Já þá á pabbi afmæli í dag. Munaði ekki nema 4 tímum á að hann fengi mig í 25 ára afmælisgjöf árið 1977. Finnst nú samt bara ágætt að eiga minn dag og hann sinn, þó hitt hefði ekkert verið leiðinlegt :) Næsta ár verðum við því 30 og 55, og var planið að fara í sólarlandaferð saman, við öll ekki bara ég og pabbi :) Héldum veislu þegar við vorum 25 og 50, en ég hugsa að ég haldi nú kannski smá teiti á næsta ári. Spurning hvort þið verðið þá bara að koma til Köben :)

En mikið óskaplega finnst mér nú gaman að eiga afmæli. Ég sver það, langar helst að ganga með spjald framan á mér svo að sem flestir viti það :) elska að fá pakka og kveðjur, sama í hvaða formi þær berast. Fékk meira að segja sms frá Krít, frá Draupni Rúnari, en við klikkum aldrei á því að óska hvort öðru til hamingju. Svoleiðis á það að vera. Mér finnst líka stórmerkilegt að hitta fólk sem á sama afmælisdag og ég.

Dagurinn í dag er búinn að vera algjör letidagur. Ingibjörg sofnaði aftur í morgun þannig að við sváfum til 10. Lufsuðumst þá á fætur en vorum farnar aftur upp í rúm hálf tvö og sváfum til 3!! Jájá bara leti. En ég var nú dugleg eftir svefninn og fór í gegnum allt dótið í skeinknum (guð minn, er þetta skrifað svona... skeinkur, skenkur?) og pakkaði því dóti niður. Er að reyna að vera dugleg að henda (hehemmm) og svo að pakka ekki niður einhverju sem ég veit að við munum aldrei koma til með að nota... sem er svolítið erfitt.

Jiii hvað mér finnst nýja umferðastofu auglýsingin eitthvað scary. Mér bregður alltaf svo hryllilega þegar griðingin sprettur upp... allt svo friðsælt, grænt túnið, fuglasöngur og svo bara allt í einu... Svolítið svona Lost stíll á henni.

Já Þórey það væri mér líkt að prjóna bekkjatuskur :) Hef meira að segja dottið það í hug, en ekki fundið nógu fallega. Spurning hvort ég verði ekki að fá uppskriftina hjá mömmu þinni og prófa.

Desperat is on.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home