föstudagur, júní 09, 2006

SELD

Já takk fyrir við erum búin að selja íbúðina!! :) Íhhaaa! Hlutirnir ekki lengi að gerast. Var að koma heim frá því að skrifa undir kauptilboðið, og í næstu viku er svo kaupsamningur. Jeminn eini ég er svo glöð :) Fólkið bað um að fá íbúðina sem fyrst, þannig að við ætlum bara að spýta í lófana og afhenta 1. júlí! Jájá ekkert að vera að hangsa neitt við þetta. Nú erum við bara að spá hvað við eigum að gera við dótið okkar. Hvort við ættum hreinlega að reyna að selja mest allt eða setja í gám, en það er samt svolítið erfitt því við erum ekki búin að fá húsnæði úti og vitum ekkert hversu stór sú íbúð verður. Það væri því afar hentugt að fá íbúð úti bara núna :) það myndi leysa ýmislegt. Ég get allavegna farið að skoða og pakka því dóti sem á að fara heim í geymslu.
Það styttist því í að við mæðgur förum austur, VEI :)

Ég bara varð að segja ykkur þessa STÓR frétt :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home