11 mánaða í dag
Já þá er Ingibjörg orðin 11 mánaða sem þýðir að það er mánuður í ársafmælið!! :) Frekar skrítin tilhugsun. Hún er orðin voða dugleg að brölta um þó hún sé nú ekki farin að skríða ennþá. Það vantar samt ekki mikið upp á, hún fer upp á fjórar og vaggar sér fram og tilbaka, vantar herslumuninn. Svo er hún farin að geta reist sig upp við sófann og er þá voða roggin með sig :) Það hefur svo ótrúlega mikið gerst hjá henni þroskalega séð síðustu tvær vikurnar, það verður gaman að vita hvað hún verður farin að gera eftir mánuð.
En já það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðustu daga. Við mæðgur fórum í bústaðinn sem var æðislegt. Þvílík afslöppun, þetta er bara draumur. Heimir kom svo á föstudeginum og þá fórum við heim. Hann er búinn að ná hreindýrinu sínu. Mjög glaður með það og ég líka, því ég fæ þá nóg að borða :) Fórum upp á Egilsstaði í dag. Alveg merkilegt hvað mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Svo mikið líf og mikið af fólki.
En jæja, ætlaði bara rétt að láta vita af mér. Horfi á austfjarðarþokuna læðast hér inn fjörðinn og því best að fara að koma sér í háttinn. Bið ykkur vel að lifa. Góða nótt.
Já þá er Ingibjörg orðin 11 mánaða sem þýðir að það er mánuður í ársafmælið!! :) Frekar skrítin tilhugsun. Hún er orðin voða dugleg að brölta um þó hún sé nú ekki farin að skríða ennþá. Það vantar samt ekki mikið upp á, hún fer upp á fjórar og vaggar sér fram og tilbaka, vantar herslumuninn. Svo er hún farin að geta reist sig upp við sófann og er þá voða roggin með sig :) Það hefur svo ótrúlega mikið gerst hjá henni þroskalega séð síðustu tvær vikurnar, það verður gaman að vita hvað hún verður farin að gera eftir mánuð.
En já það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðustu daga. Við mæðgur fórum í bústaðinn sem var æðislegt. Þvílík afslöppun, þetta er bara draumur. Heimir kom svo á föstudeginum og þá fórum við heim. Hann er búinn að ná hreindýrinu sínu. Mjög glaður með það og ég líka, því ég fæ þá nóg að borða :) Fórum upp á Egilsstaði í dag. Alveg merkilegt hvað mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Svo mikið líf og mikið af fólki.
En jæja, ætlaði bara rétt að láta vita af mér. Horfi á austfjarðarþokuna læðast hér inn fjörðinn og því best að fara að koma sér í háttinn. Bið ykkur vel að lifa. Góða nótt.
1 Comments:
Great site loved it alot, will come back and visit again.
»
Skrifa ummæli
<< Home