mánudagur, júlí 03, 2006

Heim í Heiðardalinn

Jæja þá er ég flutt heim í bili. Búin að pakka öllu og fylla bílskúrinn hjá Júlíu Rós og Hermanni :) Vorum eins og útspýtt hundskinn síðustu dagana en við fengum góða hjálp frá góðu fólki. Takk öll. Við náðum ekki að skila íbúðinni á föstudeginum þannig að við afhentum hana á laugadeginum og keyrðum svo til Kirkjubæjarklausturs og gistum í bústað í Efri vík. Ferðalagið gekk svaka vel og heyrðist ekki múkk í Ingibjörgu allann tímann. Komum auðvitað við á Ósnum á Höfn og fengum okkur humarpizzu, fastur liður eins og venjulega :) Komum svo heim í gær og fór Heimir tveimur tímum síðar aftur suður... fljúgandi, best að taka það fram svo þið haldið ekki að við séum eitthvað rugluð :) En já við mæðgur erum því bara tvær hérna í góðu yfirlæti.

Óskaplega finnst mér fallegt á Höfn og í nágrenni. Finnst líka miklu skemmtilegra að keyra syðri leiðina en norður leiðina. Finnst svo fallegt undir Eyjafjöllunum og á Kirkjubæjarklaustri. Eitt fallegasta bæjarstæði fyrr og síðar er líka á leiðinni, Foss á Síðu.

Uss uss ég hélt ég færi yfirum yfir Grey?s anatomy í kvöld. Guð minn eini, ætli Dr. Burke sé ekki dáinn?! Og hvað er Izzy að gera?! Ég kom með þá kenningu að maðurinn fengi hjartað úr Dr. Burke, en Heimir var fljótur að drepa það niður og sagði að þeir myndu pottþétt báðir deyja!! Hlakka til að sjá næsta þátt.

LOST!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home