föstudagur, júlí 07, 2006

Kattaróféti

Hérna fyrir utan hús er mamma með risastóra fjallarós, mætti eiginlega halda að plantan væri á sterum hún er svo stór. En allavegna eru þrastarhjón búin að hreiðra um sig þarna og situr kellan öllum stundum á hreiðrinu en það eru ekki komin egg ennþá. Bæði í gærkvöldi og fyrrakvöld hefur svo risa gulbröndóttur ógeðslegur köttur búinn að vera að sniglast þarna. Er samt ekki viss hvort hann sé búinn að fatta að þeir séu þarna. En þessi tvö kvöld hef ég heyrt þessi líka svaklegu læti í fuglunum og þá er helvítið að vesenast þarna. Í gær sá ég svo kattarfjandann með eitthvað hvítt í kjaftinum og hann hreyfði sig varla fyrr en ég svoleiðis dúndraði í rúðuna. Sem betur fer var hann bara með bein sem að hundurinn hér fyrir ofan var að gæða sér á í gærdag. Ég er hinsvegar að hugsa um að sitja fyrir honum í kvöld með grjót og henda í hann. Hann er líka svo ljótur, svo feitur og viðbjóðslegur! En ég hef miklar áhyggjur þegar ungarnir fara á stjá, ætli við verðum ekki bara að taka vaktir svei mér þá. Ég bara þoli ekki ketti!!

RockStar Supernova... æji þeir eru ekki alveg að gera sig fyrir mig. Enda er ég nú kannski ekki þekkt fyrir að vera mikill rokkari :) Mér finnst þessir kappar þarna líka svo sjúskaðir og ógeðfelldir eitthvað. En flott hjá Magna að hafa komist áfram, vonandi kemst hann bara sem lengst. Vona þó að hann vinni ekki, svona fjölskyldunnar vegna. Held líka að það sé engin hætta á því :)

Við Brynja örkuðum bæinn þverann og endilangan í ausandi rigningu í dag. Það var þó bara hressandi og gott og fínt að stoppa á Kaffihúsinu og drekka í sig smá hita.

Jæja ætli það sé ekki best að fara að finna sér grjót og koma sér fyrir í leyni :) Góða nótt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

08:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»

11:08  

Skrifa ummæli

<< Home