fimmtudagur, júlí 06, 2006

Nóg að gera

Þið verðið að fyrirgefa en það er svo mikið að gera hjá manni hérna í sælunni að ég gef mér bara engann tíma til að blogga :) annars líður mér óskaplega vel hérna heima. Við mæðgur erum búnar að fara í göngutúr með Brynju og Valþóri Snæ og kíktum á Kaffihúsið. Svaka gaman og verður án efa endurtekið fljótlega aftur :)
Veðrið er búið að vera yndislegt í dag, bara búið að sitja úti á palli í blíðunni. Við mamma fórum í göngu, hittum Elmu og fengum okkur ís og dúlluðum okkur.

Snorri Idol Snorrason er alveg málið núna. Get svo svarið það! Keypti mér diskinn hans í dag og hann er bara æðislegur... syngur alveg eins og engill, drengurinn.

Mig dreymdi í nótt að ég væri á Sálarballi, svakalega skemmti ég mér vel. Ætla ekki að segja ykkur hvað ég hlakka hryllilega til Verslunarmannahelgarinnar!! Er bara frekar smeik um að ég eigi alveg eftir að missa mig :) jeminn ég er svo spennt!

Footballers Wifes eru byrjaðir aftur, snilldarþættir :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home