fimmtudagur, júlí 27, 2006

Skriðin af stað

Já Ingibjörg er byrjuð að skríða, og það á fjórum! :) Hún ákvað að fara af stað daginn eftir að við fórum suður, agalega sniðug. Ætlaði ekki að trúa mömmu þegar hún sagði mér þetta. En við komum heim í gær. Tókst allt vel í Reykjavík og höfðum við það voða gott hjá Heiðu og Mona. Keyrðum suðurleiðina heim og gistum í Geirlandi fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur. Ægilega fínt allt saman. Rosalega er nú fallegt þarna! Við dóluðum okkur svo bara heim, skoðuðum Núpsstaði og Stafafell, rúntuðum um Höfn, ásamt því að borða Humarpizzu :) og tókum svo Djúpavog í nefið. Voða gaman.

Það styttist aldeilis í að Heimir fari út. Ótrúlegt hvað tíminn líður. Ingibjörg ársgömul 18. ágúst og svo er brúðkaupið hjá Heiðu og Mona 19. ágúst. Allt að skella á!

Annars ætlum öll að skella okkur uppí bústað á morgun. Vera þar yfir helgina og hafa það nice. Kíkja jafnvel upp á Kárahnjúka.
Hafið það gott og góða helgi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

07:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»

10:54  

Skrifa ummæli

<< Home