Skírnarkjóll
Loksins. Ég er byrjuð að prjóna skírnarkjól. Ég hef ætla að gera þetta síðan ég byrjaði að prjóna en aldrei fundið neinn sem mér hefur líkað. Fyrir ca. einu og hálfu ári síðan lágum við Anna yfir prjónablöðum og öðru til að finna kjól og vorum að spá í að smella tveimur saman, en það varð ekkert úr því. Ég nennti ómögulega að fara að telja út og vesenast þannig að ég hætti bara við allt saman og ætlaði bara að bíða þangað til ég fyndi þann rétta. En nú lét ég verða að því. Anna á draumakjólinn, svo við erum búnar að telja út, finna lykkjufjöldann, munstrið og allt heila klabbið, þannig að nú get ég bara byrjað :) Næsta barn ætti því að vera skírt í mínum kjól! Tek það nú samt skýrt fram að ég er EKKI ólétt!! EKKI ólétt!! :)
Hef ekkert séð vibbagula köttinn síðustu daga... kannski hefur einhver annar en ég náð honum?! Frétti af honum síðast í garði á Mýrargötunni :)
Loksins. Ég er byrjuð að prjóna skírnarkjól. Ég hef ætla að gera þetta síðan ég byrjaði að prjóna en aldrei fundið neinn sem mér hefur líkað. Fyrir ca. einu og hálfu ári síðan lágum við Anna yfir prjónablöðum og öðru til að finna kjól og vorum að spá í að smella tveimur saman, en það varð ekkert úr því. Ég nennti ómögulega að fara að telja út og vesenast þannig að ég hætti bara við allt saman og ætlaði bara að bíða þangað til ég fyndi þann rétta. En nú lét ég verða að því. Anna á draumakjólinn, svo við erum búnar að telja út, finna lykkjufjöldann, munstrið og allt heila klabbið, þannig að nú get ég bara byrjað :) Næsta barn ætti því að vera skírt í mínum kjól! Tek það nú samt skýrt fram að ég er EKKI ólétt!! EKKI ólétt!! :)
Hef ekkert séð vibbagula köttinn síðustu daga... kannski hefur einhver annar en ég náð honum?! Frétti af honum síðast í garði á Mýrargötunni :)
1 Comments:
I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»
Skrifa ummæli
<< Home