Suður á bóginn
Þá leggjum við af stað suður í fyrramálið. Ætlum norðurleiðina núna og syðri tilbaka. Bara svona til að taka hringinn :) Ég fer í aðgerðina á mánudaginn og erum við að hugsa um að keyra eitthvað áleiðis á þriðjudag og svo heim á miðvikudag. Gista jafnvel í Hörgslandinu góða. Ingibjörg verður skilin eftir í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba. Það verður nú ekki vandamálið.
En við vorum að koma heim, fórum út að borða á Hótel Eddu með Júlíu Rós og Hermanni. Voða gaman, æðislega góður maturinn og allt voða fínt þarna. Verst að þokan er svo rosaleg núna að það sást varla út á sjóinn!! Og hvað þá á milli húsa núna í þessum skrifuðu orðum. Ég sem ætlaði að sjarmera Hermann alveg upp úr skónum með útsýninu yfir fjörðinn. Hann er nefninlega ekkert svo ægilega hrifinn af staðnum. Ég get nú reyndar verið sammála honum með innkeyrsluna í bæinn, finnst hún ekki mikið falleg og allt of mikið af drasli í kringum sum hús og vinnusvæði. Finnst t.d. gamla olís vera til háborinnar skammar... afhverju er ekki búið að rífa þetta? En eins og Hermann segir, þá lagast þetta þegar maður kemur að Trölla og hann var voða hrifinn af Mýrunum, svo honum er fyrirgefið :)
Við fórum í 3ja ára afmæli yfir á Eskifjörð í gær. Fröken Hólmfríður átti afmæli. Ægilega gaman að hitta alla fjölskylduna hennar Júlíu, gaman að sjá hinar tvær systurnar sem ég hef aldrei hitt og svo auðvitað Kristjönu. Hún er búin að bjóða mér yfir til sín í skrapp föndur við tækifæri. Hún á allar græjur til þessa og ætlar að kenna mér. Það kæmi mér ekki á óvart að ég fengi æði fyrir því, sem er svosem ágætt... get dundað mér í Danmörku :)
En já, ég er ekki alveg að nenna að fara að leggja afstað á morgun suður. Langar akkúrat ekki neitt!! En það verður nú samt gaman að vera hjá Heiðu og Símoni þessa daga. Það er ljósi punkturinn við þessa ferð. Jæja, ég segi bara bless í bili og við heyrumst seinnipartinn í næstu viku. Hafið það gott þangað til og gangið á Guðs vegum.
P.S. Kristjana rosa fínar myndirnar úr afmælinu og þá sérstaklega af okkur :)
Þá leggjum við af stað suður í fyrramálið. Ætlum norðurleiðina núna og syðri tilbaka. Bara svona til að taka hringinn :) Ég fer í aðgerðina á mánudaginn og erum við að hugsa um að keyra eitthvað áleiðis á þriðjudag og svo heim á miðvikudag. Gista jafnvel í Hörgslandinu góða. Ingibjörg verður skilin eftir í góðu yfirlæti hjá mömmu og pabba. Það verður nú ekki vandamálið.
En við vorum að koma heim, fórum út að borða á Hótel Eddu með Júlíu Rós og Hermanni. Voða gaman, æðislega góður maturinn og allt voða fínt þarna. Verst að þokan er svo rosaleg núna að það sást varla út á sjóinn!! Og hvað þá á milli húsa núna í þessum skrifuðu orðum. Ég sem ætlaði að sjarmera Hermann alveg upp úr skónum með útsýninu yfir fjörðinn. Hann er nefninlega ekkert svo ægilega hrifinn af staðnum. Ég get nú reyndar verið sammála honum með innkeyrsluna í bæinn, finnst hún ekki mikið falleg og allt of mikið af drasli í kringum sum hús og vinnusvæði. Finnst t.d. gamla olís vera til háborinnar skammar... afhverju er ekki búið að rífa þetta? En eins og Hermann segir, þá lagast þetta þegar maður kemur að Trölla og hann var voða hrifinn af Mýrunum, svo honum er fyrirgefið :)
Við fórum í 3ja ára afmæli yfir á Eskifjörð í gær. Fröken Hólmfríður átti afmæli. Ægilega gaman að hitta alla fjölskylduna hennar Júlíu, gaman að sjá hinar tvær systurnar sem ég hef aldrei hitt og svo auðvitað Kristjönu. Hún er búin að bjóða mér yfir til sín í skrapp föndur við tækifæri. Hún á allar græjur til þessa og ætlar að kenna mér. Það kæmi mér ekki á óvart að ég fengi æði fyrir því, sem er svosem ágætt... get dundað mér í Danmörku :)
En já, ég er ekki alveg að nenna að fara að leggja afstað á morgun suður. Langar akkúrat ekki neitt!! En það verður nú samt gaman að vera hjá Heiðu og Símoni þessa daga. Það er ljósi punkturinn við þessa ferð. Jæja, ég segi bara bless í bili og við heyrumst seinnipartinn í næstu viku. Hafið það gott þangað til og gangið á Guðs vegum.
P.S. Kristjana rosa fínar myndirnar úr afmælinu og þá sérstaklega af okkur :)
2 Comments:
Here are some links that I believe will be interested
I like it! Good job. Go on.
»
Skrifa ummæli
<< Home