4. ágúst
Í dag er ár síðan að Ingibjörg ÁTTI að koma í heiminn. Ótrúlegt. Man þennan dag vel og mun sennilega muna hann alltaf :) Beið allann daginn eftir að eitthvað færi að gerast en nei, mín prinsessa ákvað bara að taka því rólega í leiguhúsnæðinu og kom ekki fyrr en hálfum mánuði seinna. Jiii hvað það var ekki samkvæmt mínu plani. Samt var ég alveg ótrúlega róleg meðan allir í kringum mig voru alveg að missa það :) Þá sérstaklega mamma og pabbi. Já svona er það, ég hlakka til að vita hvernig næsta barn muni haga sér.
Fórum á setninguna á Neistafluginu. Það létti til þegar líða tók á daginn svo að það sást í fjallið hinumegin :) Þetta var voða gaman eins og alltaf, Bjarni Freyr söng eins og engill nokkur Queen lög, mér finnst þeir félagar Gunni og Felix alltaf jafn skemmtilegir og svo toppaði Jónsi það auðvitað í lokin.
En jæja, er búin að vera að baka og stússast í dag. Nú er á ég bara eftir að setja kremið á :) Bíð ykkur góðrar nætur og farið varlega um helgina.
Í dag er ár síðan að Ingibjörg ÁTTI að koma í heiminn. Ótrúlegt. Man þennan dag vel og mun sennilega muna hann alltaf :) Beið allann daginn eftir að eitthvað færi að gerast en nei, mín prinsessa ákvað bara að taka því rólega í leiguhúsnæðinu og kom ekki fyrr en hálfum mánuði seinna. Jiii hvað það var ekki samkvæmt mínu plani. Samt var ég alveg ótrúlega róleg meðan allir í kringum mig voru alveg að missa það :) Þá sérstaklega mamma og pabbi. Já svona er það, ég hlakka til að vita hvernig næsta barn muni haga sér.
Fórum á setninguna á Neistafluginu. Það létti til þegar líða tók á daginn svo að það sást í fjallið hinumegin :) Þetta var voða gaman eins og alltaf, Bjarni Freyr söng eins og engill nokkur Queen lög, mér finnst þeir félagar Gunni og Felix alltaf jafn skemmtilegir og svo toppaði Jónsi það auðvitað í lokin.
En jæja, er búin að vera að baka og stússast í dag. Nú er á ég bara eftir að setja kremið á :) Bíð ykkur góðrar nætur og farið varlega um helgina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home