þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Afmæli og brúðkaup

Þá erum við komin heim. Komum í gær. Æðislegir dagarnir uppi í bústað. Segi það enn og aftur, og meina það, þetta er himnaríki á jörðu!

Annars hugsa ég um lítið annað þessa dagana en afmæli og brúðkaup. Litla dýrið mitt verður eins árs á föstudaginn og ég er ekki að fatta það. Trúi því bara ekki að hún sé að verða ársgömul! Þar sem barnaafmælið er afstaðið ætla ég að halda smá kaffiboð á afmælisdaginn, svona fyrir fullorðnu vinkonurnar og langömmu og langafa :)
Nú svo eru Heiða mín og Símon að fara að gifta sig á laugardaginn. Ég hlakka alveg rosalega til, en kvíði samt svolítið fyrir því ég á sennilega eftir að gráta úr mér augun, og þegar ég byrja skal ég ykkur segja, þá er ekkert aftur snúið!! Hálf ömurlegt líka að hafa ekki Heimi með í þessu... svona til að styðja mig :) En ég fæ að sitja við hliðina á Rakel og svo hugsa ég nú að Jóhanna Björg verði ekki langt undan.
En ég fer því suður á föstudagskvöld, gisti hjá Júlíu Rós og Hermanni og fer svo austur á sunnudag. Þetta verður skemmtilegt. Mamma og pabbi ætla því að vera með Ingibjörgu uppi í bústað á meðan. Það verður örugglega ekki síður skemmtilegt hjá þeim :)

Annars er tanntakan að gera Ingibjörgu lífið leitt þessa dagana. Hún er eitthvað ónóg sjálfri sér blessunin og sefur ekki vel á næturnar. Var að rannsaka í henni munninn og þá er 11 tönnin komin fram, jaxl uppi og mér sýnist að hann sé á leiðinni hinum megin líka. Þetta allt svo bólgið og þrútið, mikið óskaplega hlýtur þetta að vera sárt. En ég er að vona að hin tönnin láti sjá sig fyrir afmælið, ekki leiðinlegt að ná tönn á mánuði :)

Hef ekki snert á neinum pakka... ennþá :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home