miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Den eneste Ene

Hrafnhildur og fjölskylda gáfu mér þessa dönsku mynd í afmælisgjöf. Við skötuhjú settumst loksins niður til að horfa á hana, og hún er sko í einu orði sagt æðisleg. Hún er bara frábær, maður hlær sig máttlausan og grætur svo inni á milli. Ég byrjaði reyndar á því að segja við Heimi að ég ætlaði að hafa enskann texta svo ég myndi nú ná einhverju samhengi, en þá var það ekki í boði. Alveg er ég viss um að Hrafnhildur hefur gert það viljandi :) hún hefur leitað að spes útgáfu sem væri ekki með enskum texta :) En já við horfðum semsagt á þessa mynd með dönskum texta. Leist nú ekkert á þetta til að byrja með, sofnaði meira að segja yfir myndinni, en var svo vel vakandi yfir seinni hlutanum. Við áttum samt frekar erfitt með að skilja dönskuna þegar við lásum ekki textann, en svo þegar leið á myndina var þetta allt annað. Ætla nú rétt að vona að maður nái þessu blessaða máli fljótt, en mikið óskaplega er það leiðinlegt.

Við áttum skemmtilega kvöldstund með Brynju og Óla Val í gærkvöldi. Okkur var boðið í þetta fína matarboð og voru dýrindis kræsingar á borðum. Ingibjörg var alveg yfir sig hrifin af Írisi Ósk, sat og starði á hana og fannst allt merkilegt sem hún gerði og var með.

Við mamma brunuðum á Reyðarfjörð í dag til að versla í afmælið. Ætla bara að láta ykkur vita af því að það var sól og blíða um leið og maður kom yfir Skarðið!! Jahérna hér? er farin að halda að þetta sé eitthvert skítabæli hér. Er orðin hundleið á þessari þoku og rigningu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home