miðvikudagur, ágúst 23, 2006

E.R.

Um 8 leytið í kvöld ætlaði ég að fara inn í herbergi að blogga, en ákvað nú samt að tékka hvort það væri eitthvað í tvinu áður. Guði sé lof þá gerði ég það því Bráðavaktin var að byrja. Þakkaði mínu sæla, því ég hefði orðið óð ef ég hefði misst af fyrsta þættinum í þessari seríu. Ég er sem sagt búin að horfa á þáttinn og varð vægt til orða tekið fyrir vonbrigðum. Fannst þetta leiðinlegur þáttur. Sakna Dr. Carters, hann er með svo flott nef. Skil svo ekkert í þessari Sam-druslu að vilja ekki Kovach. Ég meina það hver vill ekki Kovach!?! Skil svo ekkert í honum að vilja hana yfir höfuð!! Ég varð því bara fúl, en auðvitað horfi ég á næsta þátt :)

Mamma og pabbi eru farin til Föreyjanna. Verður spennandi að vita hvernig mamma fílar það, við erum nefnilega báðar á þeirri skoðun að þar sé ekkert að sjá. Held svei mér þá að mér finnist ekkert land eins óspennandi og Færeyjar. Finnst Grænland áhugaverðara. Heyrði í mömmu áðan og þá var bara þoka og hún sá ekki neitt. Örugglega alltaf þoka í Færeyjum og hvort sem er ekkert að sjá!! :)

Fæðingar- og meðgönguskýrslan mín er komin frá Reykjavík og bíður mín niður á spítala. Það er nú búið að vera meira vesenið að fá þessi gögn. Hringdi á Lansann til að fá skýrsluna og ætlaði að sækja hana þegar ég var fyrir sunnan. Nei það gekk ekki því það tekur viku að fá hana afhenta. Ég bað hana þá vinsamlegast um að senda mér hana, ég væri að fara að flytja til Danmerkur og ég YRÐI að fá hana!! Nei það var ekki heldur hægt. Ég yrði helst að fá lækni til að hringja og þá væri hægt að senda hana á Sjúkrahúsið hér. Þvílíkt og annað eins! Talaði við Hönnu Siggu frænku og hún reddaði þessu á nóinu. Ég ætla að sækja þetta í fyrramálið og hlakka ég mikið til að lesa hana :)

Fékk þær mæðgur Guðlaugu og Nönnu Björk í heimsókn í dag. Svakalega gaman að fá þær og var Nanna dugleg að leika við Ingibjörgu. Finnst alveg ótrúlegt að hún skuli vera orðin 6 ára og að byrja í skóla. Finnst eins og það hafi verið í gær þegar hún fæddist. Svei mér þá hvað tíminn líður hratt.

En jæja ég ætla að fara að horfa á Magna og taka svo úrslitin upp, meika það nú ekki að vaka yfir þeim og ekki heldur að ætla að bíða eftir þeim þangað til annað kvöld :)
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home