Fréttir
Það er svo mikið í fréttum að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja!! Aðalfréttin er sennilega sú að VIÐ ERUM KOMIN MEÐ ÍBÚÐ!! :) Já það er sko þungu fargi af okkur létt. Við fengum inn á kollegi stutt frá Hrafnhildi og fjölskyldu á Amager. Aldeilis fínt. Fáum íbúðina 1. september þannig að við mæðgur förum út í byrjun sept. Gott að vera búin að fá tíma á það. Nú fyrstu gestirnir eru svo væntanlegir fyrstu helgina í nóvember og verða þau Heiða og Moni í 5 daga hjá okkur. Ekki leiðinlegt það. Svo veit ég að Júlía Rós og Hermann eru að spá í að koma og verður það vonandi sem fyrst, eða allavegna fyrir áramót.
Neistaflugið búið. Toppurinn á því var auðvitað Sálarballið! Það leiðinlega var hinsvegar að Heimir fór út strax eftir varðeldinn (það var nú reyndar aldrei kveikt í bálkestinum en...) á sunnudeginum. En ég tapaði ekki gleðinni og skellti mér á ball. Þar hinsvegar tapaði ég mér :) því ég hafði ekki farið á ball með þeim síðan í okt. 2004. Þetta var því kærkomin útrás sem ég fékk þarna á dansgólfinu.
Nú svo er fyrsta barnaafmæli okkar skötuhjúa liðið :) Það tókst vel og kom fullt af fólki. Þúsund þakkir fyrir Ingibjörgu.
Annars erum við að hugsa um að stinga af upp í sumarbústað á fimmtudag og vera yfir helgina. Pabbi er búinn að lofa mér því að ég fái að gera svolítið sem ég fékk aldrei að gera þegar ég var krakki. Mála :) Held að ég eigi að mála bústaðinn!!
Fyrsti skóladagurinn hans Heimis míns er á mánudaginn. Hlakka til að heyra hvernig það gengur og hvort hann sitji alveg eins og álfur og skiji ekkert í dönskunni :)
Eru fleiri en bara ég miður sín yfir lokaþættinum í O.C. í gærkvöldi?! Jeminn eini... eru ekki fleiri þáttaraðir vitið þið það? Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð!
Það er svo mikið í fréttum að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja!! Aðalfréttin er sennilega sú að VIÐ ERUM KOMIN MEÐ ÍBÚÐ!! :) Já það er sko þungu fargi af okkur létt. Við fengum inn á kollegi stutt frá Hrafnhildi og fjölskyldu á Amager. Aldeilis fínt. Fáum íbúðina 1. september þannig að við mæðgur förum út í byrjun sept. Gott að vera búin að fá tíma á það. Nú fyrstu gestirnir eru svo væntanlegir fyrstu helgina í nóvember og verða þau Heiða og Moni í 5 daga hjá okkur. Ekki leiðinlegt það. Svo veit ég að Júlía Rós og Hermann eru að spá í að koma og verður það vonandi sem fyrst, eða allavegna fyrir áramót.
Neistaflugið búið. Toppurinn á því var auðvitað Sálarballið! Það leiðinlega var hinsvegar að Heimir fór út strax eftir varðeldinn (það var nú reyndar aldrei kveikt í bálkestinum en...) á sunnudeginum. En ég tapaði ekki gleðinni og skellti mér á ball. Þar hinsvegar tapaði ég mér :) því ég hafði ekki farið á ball með þeim síðan í okt. 2004. Þetta var því kærkomin útrás sem ég fékk þarna á dansgólfinu.
Nú svo er fyrsta barnaafmæli okkar skötuhjúa liðið :) Það tókst vel og kom fullt af fólki. Þúsund þakkir fyrir Ingibjörgu.
Annars erum við að hugsa um að stinga af upp í sumarbústað á fimmtudag og vera yfir helgina. Pabbi er búinn að lofa mér því að ég fái að gera svolítið sem ég fékk aldrei að gera þegar ég var krakki. Mála :) Held að ég eigi að mála bústaðinn!!
Fyrsti skóladagurinn hans Heimis míns er á mánudaginn. Hlakka til að heyra hvernig það gengur og hvort hann sitji alveg eins og álfur og skiji ekkert í dönskunni :)
Eru fleiri en bara ég miður sín yfir lokaþættinum í O.C. í gærkvöldi?! Jeminn eini... eru ekki fleiri þáttaraðir vitið þið það? Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home