Frumbyrja
Eitthvað er ég andlaus þessa dagana, þið verðið að fyrirgefa. Ég gæti nú samt sjálfsagt skrifað meira um jólin og alla spennuna í kringum næstu jól, en ég er að hugsa um að hlífa ykkur í bili... það er jú enn bara ágúst.
Annars er haustið pottþétt komið núna. Held að það sé alveg á tæru. Búið að vera hryssingur í veðrinu, skítakuldi og vindur, sem sagt alveg ekta haustveður.
Er búin að panta mér tíma hjá Pálma tannlækni á fimmtudaginn. Verð að láta tékka á tönnunum fyrir Danmerkurreisuna. Uss það verður eitthvað að ætla að finna sér tannlækni þarna úti! Kannski fréttir maður af einhverjum íslending? Aldei að vita.
Ég er búin að sækja meðgöngu- og fæðingarskýrsluna mína, og ég ætla að leyfa fyrstu setningunni úr aðgerðarlýsingunni að fljóta með hérna, því þegar ég las hana fannst mér ég vera lesa um belju en ekki sjálfa mig. "Um er að ræða 28 ára gamla frumbyrju sem búin er að rembast í tæpar 2 klst. án deyfingar..." jahérna hér!! Einhvern veginn finnst mér ekki eins og það sé verið að meina mig :) En mér finnst voða gaman að lesa þetta og það verður gaman næst þegar ég verð ólétt að bera saman t.d. þynd og blóðþrýsting. Mæli með því að þær sem eiga börn, að þær nálgist skýrsluna sína.
Magni í kvöld. Nenni auðvitað ekki að vaka svo ég tek það bara upp. Stórefa það líka að ég vakni til að kjósa hann, en auðvitað væri gaman ef hann kæmist einn þátt í viðbót.
Góða nótt.
Eitthvað er ég andlaus þessa dagana, þið verðið að fyrirgefa. Ég gæti nú samt sjálfsagt skrifað meira um jólin og alla spennuna í kringum næstu jól, en ég er að hugsa um að hlífa ykkur í bili... það er jú enn bara ágúst.
Annars er haustið pottþétt komið núna. Held að það sé alveg á tæru. Búið að vera hryssingur í veðrinu, skítakuldi og vindur, sem sagt alveg ekta haustveður.
Er búin að panta mér tíma hjá Pálma tannlækni á fimmtudaginn. Verð að láta tékka á tönnunum fyrir Danmerkurreisuna. Uss það verður eitthvað að ætla að finna sér tannlækni þarna úti! Kannski fréttir maður af einhverjum íslending? Aldei að vita.
Ég er búin að sækja meðgöngu- og fæðingarskýrsluna mína, og ég ætla að leyfa fyrstu setningunni úr aðgerðarlýsingunni að fljóta með hérna, því þegar ég las hana fannst mér ég vera lesa um belju en ekki sjálfa mig. "Um er að ræða 28 ára gamla frumbyrju sem búin er að rembast í tæpar 2 klst. án deyfingar..." jahérna hér!! Einhvern veginn finnst mér ekki eins og það sé verið að meina mig :) En mér finnst voða gaman að lesa þetta og það verður gaman næst þegar ég verð ólétt að bera saman t.d. þynd og blóðþrýsting. Mæli með því að þær sem eiga börn, að þær nálgist skýrsluna sína.
Magni í kvöld. Nenni auðvitað ekki að vaka svo ég tek það bara upp. Stórefa það líka að ég vakni til að kjósa hann, en auðvitað væri gaman ef hann kæmist einn þátt í viðbót.
Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home