laugardagur, ágúst 26, 2006

Jólin

Í allann dag er ég búin að vera með hugann við næstu jól. Ég er orðin mjög sátt að ætla að eyða minni uppáhalds hátíð úti í Danaveldinu. Auðvitað ennþá æðislegra að mamma og pabbi ætla að koma. Jii hvað það verður gaman, fæ alveg fiðring. En já ég er búin að vera að hugsa hvað verður gaman að skrifa jólakortin (nú dönsk jólakort), kaupa jólagjafir á Strikinu og útbúa pakka til Íslands, skreyta (og ég ætla sko að skreyta snemma eins og venjulega og hafa fram í janúar!!) elda og borða góðan mat og kynnast öllu sem er þarna úti í kringum jólin. Ég vona að þeir séu með svona jólamarkaði eins og Þjóðverjar, það er svo æðisleg stemming. Sigrún er svoleiðis?! Held að þú sért alveg rétta manneskjan til að spyrja :) Svo ákvað ég um síðustu jól að við myndum baka piparkökur og leyfa Ingibjörgu að mála þær og gera eitthvað svona skemmtilegt. Er líka búin að ákveða að setja skóinn út í glugga fyrir dömuna. Síðast fékk hún bara á aðfangadag en núna á að taka þetta með stæl. Ætli Danir séu ekki með jólasveina... kannski hafa þeir bara einn eins og Ameríkanarnir? Sigrún? En já, það er best að reyna aðeins að róa sig í jólastússinu... það er víst ennþá ágúst.

Ég keypti mér bókina Ekkert mál um daginn og hef langað að lesa nýju bókina Eftirmál eftir þá feðga Njörð og Frey, síðan ég kláraði hina. Elma fór á bókasafnið og tók fyrir mig bókina. Ég byrjaði aðeins í gærkvöldi en var svo þreytt að ég sofnaði fljótt. Hlakka til að lesa á eftir. Það sem ég hinsvegar skil ekki er að maðurinn skuli enn vera á lífi. Finnst það óskiljanlegt. Veit ekkert hvar hann er núna, það síðasta sem maður heyrði var þegar hann var tekinn með heróínið. Ætli hann sé inni á Hrauninu? Greyið maðurinn.

Mamma og pabbi eru að koma siglandi frá Færeyjum á eftir. Pabbi fer svo út á morgun, en okkur mæðgunum þrem er boðið út að borða í Egilsbúð annaðkvöld með ömmu og afa. Ég hef ekki farið í Egilsbúð að borða síðan nýjir eigendur tóku við svo ég hlakka til að smakka matinn, ég læt ykkur vita.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home