fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Loksins

rofaði til hér hjá okkur!! Reyndar ekki fyrr en eftir hádegi, en það var gott að sjá sólina :) Kominn tími til. Ég sem var nýbúin að kvarta... kannski les einhver æðri bloggið mitt, hver veit :)

Feðginin fóru í klippnigu og er Ingibjörg komin með þennan fína topp, er samt ennþá með lufsurnar í hliðunum. Það verður nú bara að vera þannig fyrst hún er að safna. Hmmm eða fyrst ég er að LÁTA hana safna :) Nú er bara greitt á bak við eyrun.

Við vorum að koma úr 2ja ára afmæli hjá Arnari Frey. Voða gaman og mikið af fólki. Sá litlu Matthildi í fyrsta skipti, svaka myndarleg stelpa. Samt svo fyndið að sjá svona lítið barn, get bara alls ekki munað að Ingibjörg hafi nokkurn tímann verið svona lítil. Maður er svo fljótur að gleyma.

Neistaflugið byrjar á morgun. Jiii hvað það verður skemmtilegt. Get ekki beðið eftir Sálarballinu. Það verður nú samt skrítið, því Heimir fer út á sunnudagskvöldið. Hann nær varðeldinum og því en ekki ballinu. Ógeðslega leiðinlegt því við vorum búin að hlakka svo til þess. En svona er það. Við förum bara saman á Sálarball í Köben :) Nú svo verður haldið upp á afmælið hennar Ingibjargar á laugardaginn svo það er nóg að gera.

En jæja, látum þetta gott heita í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home