fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Nu gar jeg snart

Er nokkuð viss um að þetta er ekki rétt skrifað hjá mér :) en ég vil trúa því að þetta þýði: Nú fer ég að fara.
En nú er þetta að fara að bresta á. Við mæðgur fljúgum út viku fyrr en áætlað var, þannig að við förum aðfaranótt mánudagsins 11. sept. Þetta er síðasta flug frá Egilsstöðum í bili, en það verður ekki flogið aftur út til Köben fyrr en í október. Nú hellist yfir okkur það sem á eftir að gera og mikið assgoti er það mikið. Það er t.d. ekkert eðlilega mikið pappírsflóð sem þarf að redda til að geta sent dótið út. Á morgun fer ég svo á Reyðarfjörð að skila bílnum. Finnst það alveg grátlegt þar sem ég á það til að bindast dauðum hlutum tilfinningaböndum. Líka fyndið að hugsa að sennilega eigum við ekki eftir að eiga bíl næstu 5-6 árin! Skrítið!

Það eru blendnar tilfinningar í gangi hjá mér þessa dagana. Kvíði og sorg, mér finnst alveg hryllilega erfitt að vera að fara héðan og frá fjölskyldu og vinum, en svo mikil tilhlökkun að hitta Heimi og fara aftur að stofna saman heimili. Svo má líka segja að það er nú lítið mál t.d. fyrir mömmu og pabba að koma, beint flug frá Egilsstöðum og ekki er þetta nú langt flug. Heiða og Moni koma svo í nóvember og svo hitti ég mjög sennilega Júlíu Rós í október, þannig að ég get bara strax farið að hlakka til heimsóknanna :)

Fór til tannsa í dag... er með tvær sprungnar fyllingar og eina ponsu skemmd (helv... litlar kók í gleri!!) Þarf því tvisvar til hans í næstu viku og svo er ég búin að panta tíma í klippingu. Ætla til Önnu minnar, er alltaf svo ánægð þegar ég kem frá henni.

En jæja, bið að heilsa í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home