Pakkar
Nú eru afmælispakkar farnir að streyma til Ingibjargar. Áðan fékk hún pakka frá Líönu og co frá Þýskalandi. Ég get alveg sagt ykkur það, að mér finnst erfiðara að láta hennar pakka vera heldur en mína eigin! Mig langar svvvooo að opna þá, en ég ætla að reyna að standast þetta. Þetta er frekar erfitt þar sem mamma er jafn pakkaglöð og ég, og spyr hvort ég ætli virkilega að geyma pakkana þangað til 18. Fyrst ég gat látið jólapakkana í friði, þá hlýt ég að geta þetta líka :) Það væri þó betra ef Heimir væri á staðnum til að passa upp á þetta, því ég gæti alveg óvart ráðist á pakkana. Ég er þó búin að ganga frá þeim þannig að ég sé þá ekki... veit bara hvar þeir eru :)
Talandi um afmæli, en þá á hún Júlía Rós vinkona mín afmæli í dag. Og það ekkert smá afmæli, nei skvísan er þrítug!! Til lukku með það mín kæra. Veit að Hermann ætlaði með hana í óvissuferð :)
Það er sumarbústaðurinn á morgun. Hlakka til að koma í kyrrðina og við ætlum að vera alveg til mánudags. Hafið það því gott á meðan og við heyrumst eftir helgi.
Góða helgi.
Nú eru afmælispakkar farnir að streyma til Ingibjargar. Áðan fékk hún pakka frá Líönu og co frá Þýskalandi. Ég get alveg sagt ykkur það, að mér finnst erfiðara að láta hennar pakka vera heldur en mína eigin! Mig langar svvvooo að opna þá, en ég ætla að reyna að standast þetta. Þetta er frekar erfitt þar sem mamma er jafn pakkaglöð og ég, og spyr hvort ég ætli virkilega að geyma pakkana þangað til 18. Fyrst ég gat látið jólapakkana í friði, þá hlýt ég að geta þetta líka :) Það væri þó betra ef Heimir væri á staðnum til að passa upp á þetta, því ég gæti alveg óvart ráðist á pakkana. Ég er þó búin að ganga frá þeim þannig að ég sé þá ekki... veit bara hvar þeir eru :)
Talandi um afmæli, en þá á hún Júlía Rós vinkona mín afmæli í dag. Og það ekkert smá afmæli, nei skvísan er þrítug!! Til lukku með það mín kæra. Veit að Hermann ætlaði með hana í óvissuferð :)
Það er sumarbústaðurinn á morgun. Hlakka til að koma í kyrrðina og við ætlum að vera alveg til mánudags. Hafið það því gott á meðan og við heyrumst eftir helgi.
Góða helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home