föstudagur, ágúst 18, 2006

ÁR

Nú er ár liðið síðan hún kom og heiðraði foreldra sína með nærveru sinni. Já hún á afmæli í dag, hún litla dóttir mín!! :) Jiii ég held svei mér þá ég sé að rifna úr stolti!! Hún kom nákvæmlega 14:35 í heiminn fyrir ári síðan. Um hálf 5 leitið var litla fjölskyldan komin inn á Hreiðrið og störðu foreldrarnir á þennann litla svarthærða gullmola. Stuttu síðar voru feðginin sofnuð eftir allt erfiðið, en móðirin var svo upptjúnnuð að hún sat spennt fyrir framan vögguna og gat engann veginn slitið augun af barninu.

Þetta er ótrúlegt, og enn ótrúlegra er að Ingibjörg skuli bara hafa dregið andann í eitt ár en ekki tíu, því mér finnst eins og hún hafi alltaf verið hérna hjá mér. En það er sko margt búið að gerast á þessu eina ári og við bíðum spennt eftir að vita hvað bíður okkar á ári númer 2. Verst að Heimir skuli ekki vera hjá okkur í dag, en svona er skólalífið :)

Ég fann tönn númer 12 í gærkvöldi!! Já frökenin ákvað að þóknast foreldrum sínum í þetta skiptið... 12 tennur á 12 mánuðum! :)


En jæja, ég bið ykkur að njóta dagsins í dag. Ég fer suður í kvöld og afmælisbarnið í bústaðinn með ömmu og afa. Brúðkaupið á morgun... þá verður Heiða mín, FRÚ Aðalheiður, fyndið :) Heyrumst eftir helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home