mánudagur, ágúst 21, 2006

Reykjavíkurferðin

Ég er komin heim frá Reykjavíkinni og hef nú ekki hugsað mér að urga mér fyrr en ég fer til Danaveldis. Nenni ekki meiru nema þá kannski bara til að fara upp í sumarbústað.

Brúðkaupið var í einu orði sagt guðdómlegt. Hún Heiða mín er án efa fallegasta brúður sem ég hef séð. Ég vissi hreinlega ekki hvert ég ætlaði þegar hún labbaði inn kirkjugólfið með föður sinn sér við hlið. Hún var í svo fallegum kjól, hárið á henni var svo fallegt og svo er hún bara svo falleg eins og guð skapaði hana. Þarf sennilega ekki að taka það fram að ég grét alla kirkjuathöfnina og meira að segja í veislunni líka. Ég grét það mikið að eftir því var tekið, og þegar ég var að yfirgefa samkvæmið kom til mín maður sem sagði, já þú ert stúlkan sem er búin að skæla í allan dag! Já segið svo að það sé ekki tekið eftir manni :) En mikið er þetta erfitt! Það er alveg óskaplega erfitt að vera svona viðkæm og ef eitthvað er þá hef ég bara versnað. Og ég get ekkert að þessu gert. Akkúrta ekki neitt!! Þarf að skoða þá tillögu sem Rakel kom með, að láta sjóða fyrir táragöngin fyrir mína giftingu. Ég sennilega gifta mig ómáluð :) En já þetta var allt svo æðislegt, veislan skemmtileg og maturinn frábær, og meira að segja gott veður. Allt eins og best verður á kosið.

En mér tókst að koma þeim skötuhjúum gjörsamlega í opna skjöldu. Ég fékk Rakel með mér í lið og við fórum heim til þeirra og skreyttum svefnherbergið á milli kirkju og veislu. Það var æði :) Þetta hvarlaði ekki að þeim svo þetta kom þeim algjörlega á óvart. Ég hafði hnuplað húslyklum þegar við Heimir vorum bara tvö hjá þeim í júlí, svo það var greið leið :) Ohh þetta var svo gaman.

Ég gisti hjá Júlíu Rós og Hermanni, var mjög notalegt að vera hjá þeim. Þau lánuðu mér bílinn svo ég þeyttist um alla borg á ?egginu? þeirra :) Gaman líka að eiga smá stund með Júlíu þar sem ég er nú að fara að flytja. Takk elsku hjón fyrir mig. Á sunnudeginum kíktum við svo aðeins í Kringluna. Keypti þar svokallaða ?fyrstu skóna? handa Ingibjörgu. Nú er bara að sjá hvort hún rjúki ekki af stað í þeim.

Síðustu tveimur tímunum eyddi ég með Heiðu og Mona. Ég sé þau svo bara næst í nóvember. Hlakka orðið strax til!

Er sem sagt komin heim í blíðuna. Verð nú samt að segja að ég vona að henni fari nú að linna, ég er eiginlega bara föst inni út af ofnæmi! Meira helvítið! Þið fyrirgefið... En já svona getur maður nú verið eigingjarn... en ég má það alveg, ég er einkabarn :)

Læt þetta duga í bili. Ég kveð ykkur í kútinn, eins og Svanfríður myndi segja!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home