fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Supernova

Jæja nú held ég að það fari að koma að því að Magni detti út. Finndist samt frábært ef hann héldist inni næst og dytti svo út, því þá er hann kominn í 5 manna úrslitin alveg eins og ég spáði honum. En pælið í því hvað maðurinn er búinn og er að upplifa? Jeminn eini hvað þetta hlýtur að vera súrrealískt. Mætti segja mér að fjölmiðlarnir eigi eftir að éta hann þegar hann kemur heim.
En mikið rosalega finnst mér hann Tommy Lee ógeðslegur. Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð. Hann er bara hreinn viðbjóður. Minnir mig einna helst á leðurblöku, svei mér þá. Hinir eru þó aðeins skárri og finnst mér hann Gilby bara nokkuð heill... eða svona.

Ég fékk áfall í morgun þegar ég fór með tómar flöskur inn í bílskúr. Nei ekki voru það áfengisflöskur. Ég hafði hinsvegar drukkið þrjár litlar kók í gleri í gær. Já ÞRJÁR. Venjulegt kók finnst mér alveg gott, en þegar ég leyfi mér að fá mér litla í gleri þá verður bara ekki aftur snúið! Ég hugsaði á leið minni inn aftur, já já þetta er allt í lagi, ég er að fara til Danmerkur og þá hætti ég þessu. Á því augnabliki mundi ég ekki eftir bjórnum sem bíður mín í Danmörku. Ussuss... það verður eitthvað. Núna bíður mín ein ísköld í ísskápnum, og ég á ekki eftir að standast þá freistingu.

Við mæðgur vorum í kvöldmat hjá Elmu minni og áttum með henni fína kvöldstund. Fengum glænýjar kartöflur og gúllass :) Svakalega gott. Ingibjörg var þó hrifnari af ísnum, hún virðist ætla að verða eins og pabbi sinn, íssjúk.

Hádegismatur hjá ömmu og afa á morgun. Mitt uppáhald, skyrhræra. Það er víst á hreinu að maður á ekki að horfalla á meðan mamma og pabbi eru í burtu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home