sunnudagur, september 10, 2006

Bless Ísland

Jæja ef maður er ekki dramatískur svona á síðustu mínútunum :)
Búið að vera brjálað að gera í dag, fullt af fólki búið að koma og kveðja og ég hef staðið mig eins og hetja. Beygði auðvitað útaf þegar ég kvaddi ömmu og afa og þegar ég talaði við Heiðu, en svo er það erfiðasta eftir, kveðja mömmu og pabba.

Veit ekki hvernig fer með þennann blessaða farangur. Held svei mér þá að ég slái Ameríku ferðunum mínum við. Úffúff, en það hlýtur að blessast.

En nú er bara að fara að vekja Ingibjörgu og galla hana út í bíl. Bið ykkur vel að lifa í bili og læt "heyra" í mér aftur frá Danaveldi.

Úrsúla Manda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home