miðvikudagur, september 20, 2006

Blogg

Settist niður í gærkvöldi þegar feðginin lágu hrjótandi uppi í rúmi og ætlaði mér aldeilis að blogga. Ákvað samt aðeins að skoða hinar ýmsu síður sem ég kíki reglulega á, þar sem ég er búin að vera netlaus svo "lengi". Lenti því á síðu hjá ungu fólki sem var að missa barnið sitt og þar með var ætlunin um að blogga, að engu. Ég ætla því að byrja á því að blogga í kvöld áður en ég fer inn á þessa síðu.

En já, við sváfum fyrstu nóttina okkar hér á Öresundskolleginu síðasta föstudag. Fyrir þá sem ekki þekkja til, að þá er þetta hálfgert Harlem (finnst mér og fleirum). Þetta eru mjög litlar íbúðir þessar tveggja herbergja og ekki skemmtilegt að vera með barn. Reyndar er alveg hægt að gera íbúðina sína kósý og okkur finnst hún þegar vera orðin heimilisleg (þó við séum ekki komin með dótið okkar) en sameignin hér á ganginum er viðbjóðsleg og allt frekar eitthvað sjabbí. T.d. ef maður labbar niður (tekur ekki lyftuna) í andyri er brotin vínflaska í einu horninu og nota bene hún er búin að vera þar síðan að ég kom og skoðaði íbúðina fyrst! Ógeðslegt! Svo eins og ég segi þá er íbúðin mjög lítil og eldhúsið er ekki neitt neitt. Ísskápurinn eins og míni-bar og tvær hellur sem hægt er að elda á. Og skápaplássið er ekki neitt.

En í fyrradag fengum við gleði frétt. Við vorum búin að sækja um íbúðir á leigumarkaði, hjá mörgum aðilum og við fengum íbúð á draumastað! Og það sem er svo fyndið, er að á mánudagsmorgninum tókum við okkur hjólatúr til að skrá okkur mæðgur inn í landið og fá kennitölu og þess háttar, og í bakaleiðinni hjólum við fram hjá Tojhus have þar sem við vorum búin að sækja um íbúð. Ég byrja strax, ohhh hér vil ég sko eiga heima... þetta er æðislegt, hér vil ég vera o.sv.fr. Komum heim og Heimir kíkir á póstinn sinn... JÚ það var verið að bjóða okkur íbúð í þessu húsi!! :) Ég get svo svarið það. Ég var sem sagt bænheyrð!

Við erum búin að segja já við íbúðinni en það er ekki hægt að ganga frá þessu endanlega fyrr en við erum búin að skoða hana. Við erum búin að vera að hringja í hann Rassmus Svensen, sem er núverandi leigjandi, en hann svara aldrei símanum. En þetta er alveg æðislegt, byggt 2005, 80 fm íbúð með tveimur svefnherbergjum og 10 fm svölum. (Engar svalir hér þar sem við erum núna, skandall!!) Íbúðin er á efstu hæð, 5. hæð. Og þetta er semsagt á Íslandsbryggju, rétt hjá Radison Hótelinu, ef þið eruð einhverju nær. Er baka til þannig að maður heyrir ekki í neinni umferð eða neitt. Alveg draumastaður og alveg ábyggilega staður sem við myndum búa á þessi ár sem við verðum hér. Hér getið þið séð húsið og fleira www.tojhushave.dk


En nú er bara að bíða og sjá hvort hann Rassmus vinur minn, fari ekki að svara í símann! Og svo vonandi verður ekkert vesen með okkur, að leigjandaskrifstofunni lítist vel á okkur :) Þetta er samt auðvitað miklu dýrara en hér á kolleginu, en so be it! Vonandi gengur bara allt upp því þá getum við flutt inn 1. nóv!! Krossa fingur :)

Annars er sko allt fínt að frétta af okkur. Við erum staðsett miðsvæðis hér á Amager að það er stutt í allt saman. Handan við hornið er Amagerbrogade verlsunargatan og hinum megin við hornið er Amager Center, hálfgerð Kringla. Við mæðgur löbbuðum einmitt þangað í dag og eyddum tveimur tímum í að rölta þar um, voða gaman.
Ingibjörg er hin ánægðasta á hjólinu. Hún var reyndar ekki sátt við hjálminn til að byrja með, en nú er hún búin að sættast við hann. Er meira að segja búin að sofna tvisvar á hjólinu :)

Dótið okkar er komið til Köben og við fáum það á þriðjudaginn. Ætlum nú samt að taka sem minnst upp ef við erum að fara að flytja aftur eftir mánuð. Ætlum að sofa á uppblásna rúminu (þetta er sko engin dýna neitt, uppblásinn gafl og alles :)) en setja rúmið hennar Ingibjargar saman. Gangi okkur vel að fara að venja hana á að sofa í því aftur! Guð hjálpi okkur!

Myndir á Barnalandið koma því ekki fyrr en dótið er komið, svona fyrir þá sem eru að spá í það. Hleðslugræjan og snúran eru í kössunum.

En jæja, þetta varð aldeilis langlokan hjá mér. Og feðginin sofandi hérna fyrir aftan mig. Er farin að leggja mig líka. Og munið að krossa fingur fyrir íbúðinni, fyrir okkur :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home