þriðjudagur, september 05, 2006

Hætta eða ekki hætta

Ekki fyrir mitt litla líf er ég að nenna að halda þessari síðu í gangi!! Hef mikið verið að spá í að hætta þessari vitleysu, en svo veit ég að þegar ég dett aftur í gírinn að þá langar mig til að halda áfram!! Vandlifað í henni veröld :)

Annars styttist óðum í ferðina hjá okkur mæðgum. Trúi því ekki enn að þessi tími hér heima sé næstum liðinn. Ég er búin að vera hér í tvo og hálfan mánuð og hann hefur bókstaflega flogið áfram.

Dótið okkar fór af stað til Danmerkur í dag. Það þýðir að Júlía Rós og Hermann eru búin að endurheimta bílskúrinn sinn :) Takk enn og aftur fyrir allt!!

Ingibjörg er komin með sitt fyrsta kvef. Greyið litla, það rennur bara glært (guði sé lof ekki grænt!!) niður úr nösunum og svo hnerrar hún alveg útí eitt. Vona samt að hún fái ekki hita og að hún nái sér fljótlega svo hún verði hress í fluginu.

Magni í kvöld... hlakka mikið til. Tek þetta auðvitað upp og horfi í fyrramálið. Spennandi.

Heiða, ég kemst ekki inn á síðuna þína... ertu kannski hætt? Og Þórey, hvað er með þig... ertu líka hætt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home