miðvikudagur, september 06, 2006

Klipping, kjóll og matur

Fór í klippingu til Önnu Kristínar í dag. Held það megi bara segja að ég sé orðin dökkhærð! Er ekki viss að Heimir muni þekkja mig á mánudaginn :) Nei kannski ekki alveg. En í staðinn fyrir að setja eina dökka á móti tveimur ljósum, höfðum við eina á móti einni. Svona fyrir þá sem hafa áhuga :) Mér finnst þetta MIKIL breyting og er mjög sátt. Ingibjörg kom svo í lagningu :) aðeins svona að laga hárið fyrir brottför. Gekk vel að vanda og var hún eiginlega bara grafkyrr á meðan.

Ingibjörg fékk afmælispakkann frá Heiðu í gær. Ýmislegt var nú í pakkanum og þar á meðal geggjaður kjóll. Bleikur með hvítum doppum og í svona sixtees stíl. Jeminn ég ætlaði alveg að tapa mér :) Barnið var auðvitað rifið úr og skellt í nýja dressið. Er búin að setja myndir inn á Barnalandið.

Annars vorum við mæðgur að koma heim úr matarboði frá Ragnhildi og co. Ægilega gaman. Alveg frábært að sjá hvað strákarnir litlu snúast í kringum Ingibjörgu. Hún situr bara eins og prinsessa á gólfinu meðan þeir bera dótið í hana :) eru komnir með hálft herbergið framm í stofu áður en maður veit af. Þeir eru líka svo góðir og Andri Snær sérstaklega, er alltaf að strjúka henni og sýna henni hitt og þetta.

Úrslitin úr kosningunni í kvöld. Jii hvað ég er spennt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home