mánudagur, september 25, 2006

Notalegheit

Asskoti er þetta nice... Ingibjörg er sofandi, Heimir í skólanum og ég að blogga og hlusta á Bylgjuna í beinni :) vantar bara bjórinn! Skammarlegt að maður skuli ekki eiga einn kaldann hérna núna. Verðum að gera bragabót á því.

Sófinn okkar kom í dag, dótið okkar kemur á morgun og þá er bara sjónvarpið sem á eftir að koma. Sennilega 2-3 vikur í það. Fyndið að ég hélt að ég myndi deyja ef ég hefði ekki sjónvarp allann þennan tíma. En það er nú aldeilis ekki, held að það sé kannski af því að ég veit ekkert hvað er verið að sýna (nema það sem Jóhanna er alltaf að tala um :)). Svo erum við náttúrulega með tölvuna, getum horft á myndir þar. Horfðum einmitt á Brokeback Mountain í gærkvöldi. Mér fannst hún góð og hún skyldi það mikið eftir sig að ég er enn að hugsa um hana!!

Annars var helgin svaka fín. Á föstudeginum fórum við í Lergravsparken (eða Legvatnsgarðinn, eins og hann hét hjá okkur þegar við vorum hér í júní með Júlíu Rós og Hermanni :)) í geggjuðu veðri, og hittum Hrafnhildi og fjölskyldu þar. Fórum svo öll á Jensen?s Böfhus og átum á okkur gat af góðum mat og ís. Æðislega gott!
Á laugardeginum fórum við fjölskyldan í Tivoli og eyddum öllum deginum þar. Mikið er nú gaman þarna, alveg yndislegur staður. Það var líka svo fínt veður og bara draumur að labba um og skoða mannlífið. Ingibjörg var hin kátasta þrátt fyrir að hafa ekki farið í neitt tæki :) Hlakka mikið til að fara þarna um jólin með mömmu og pabba.

En jæja, við náðum loksins í rassinn á honum Rasmusi. Förum til hans í dag klukkan hálf 7, jeminn eini ég er þvílíkt spennt að skoða íbúðina. Verst bara hvað hún er ógeðslega dýr, en við sjáum hvernig þetta fer allt saman, kannski fáum við hana ekki einu sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home