laugardagur, september 09, 2006

Pakka pakka

Er byrjuð að pakka okkur mæðgum niður. Ég endaði á því að kaupa sæti undir Ingibjörgu því þá má ég hafa 40 kíló í staðinn fyrir 20. Það versta er að ég held að ég verði alveg með rúúúmlegaaaa 40 kíló sko! Jeminn eini veit ekki hvar þetta endar.

Er búin að taka þá ákvörðun að kveðja engann, nema mömmu, pabba, ömmu og afa. Það er víst nógu erfitt. Ætla sem sagt ekki að þræða húsin til að kveðja, en ef þið viljið kveðja okkur þá eru þið velkomin :)

Magni er aldeilis að meika það! Frábært að honum skuli ganga svona vel. Ég spái samt Toby sigri, vona að Dilijana vinni þetta ekki og helst ekki Lucas heldur og ég vil alls ekki að Magni vinni! Bara frábært að hann skyldi komast í úrslitin og svo ekki meir. Finnst samt verst að ég skuli ekki ná lokaþættinum. Bara glatað að þessir danalingar skuli ekki sýna þetta!! En ég get vonandi séð þetta á netinu.

Jæja er að hugsa um að fara í gegnum þessa fatahrúgu sem barnið á, skilja það eftir sem hún er alveg að vaxa upp úr og pakka restinni niður.

Þórey, ég mana þig til að búa til aðra síðu... byrja bara upp á nýtt! Gerðu það...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home