þriðjudagur, september 26, 2006

Pappakassar

Dótið okkar er komið og það má eiginlega segja að við lifum núna í einum risastórum pappakassa. Þetta komst samt ótrúlega vel fyrir allt saman miðað við það sem við héldum að yrði. Rúmið okkar er komið upp og bíður mín ásamt MINNI sæng og MÍNUM kodda, og Ingibjörg er steinsofandi í sínu rúmi sem hún hefur ekki sofið í síðan í júní!! :) Og henni líkar lífið vel, sofnaði með bros á vör.

Enn er bara bið með íbúðina. Veit sem sagt ekkert meira en ég vissi í gær. Við töluðum við konuna í dag og sögðum endanlegt JÁ við íbúðinni og þá hefst eitthvað ferli. Ætli það taki ekki einhvern óskapan tíma miðað við annað hér í Danmörku :) En við getum ekkert gert nema að bíða og ég læt ykkur vita um leið og ég veit eitthvað.

Er búin að finna græjurnar fyrir myndavélina svo á morgun mun ég dæla inn mörgum myndum á Barnalandið.

Klukkan er orðin korter í 11 hér hjá mér og ég bíð spennt eftir því að henda mér í mitt himneska rúm. Hef þetta því ekki lengra að sinni.
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home