Blessuð jólin
Dagurinn búinn að vera rólegur hjá okkur mæðgum í dag. Fórum tölt á Amager Brogade og í Centerið líka. Borguðum fyrstu greiðslu inn á nýju íbúðina, tvo mánuði og tryggingu.
Líana hringdi í gær. Við erum að spá í að reyna að hittast öll á milli jóla- og nýárs. Fara þá til þýskalands, til Heiligenhafen þar sem Líana er með íbúð. Lísa systir ömmu býr þarna, svo það yrði gaman að hitta hana líka. En þetta kemur allt í ljós.
Annars réðst ég á jólakassann áðan :) Gat ekki annað, hann blasir alveg við manni, fremst í staflanum sem er inni í eldhúsi/stofu. Var aðeins að skoða og finna jólakortin sem við fengum í fyrra. Alltaf gaman að kíkja á jóladót. Hlakka mikið til að fara að skrifa jólakort. Hef samt ekki enn fundið nein í búðunum... finnst þeir svolítið seinir í því. Ég gróf upp einn jólasvein handa Ingibjörgu og er hún bara hin kátasta með hann, búin að dröslast með hann um öll gólf :) Heimir sagði að danir byrjuðu að skreyta 1. nóv. Getur einhver staðfest það? Gruna að hann sé að rugla í mér. En það myndi gleðja mig, ég myndi þá flytja inn og skreyta allt í leiðinni! Setja seríurnar upp í alla stóru gluggana, með reglustrikunni auðvitað, og gera fínt. Spurning Jóhanna, hvort ég yrði ekki að fá þig til að hjálpa mér. Kenna þér réttu tökin á þessu. Ef ég man rétt þá "hendir" þú seríunum í gluggana!! :) Hlakka annars mikið til að sjá hvernig danir skreyta gluggana hjá sér. Verð að taka mér seríu-hjólarúnt og taka þetta út. Hlakka til.
Markmiðið fyrir þessi jól er að Ingibjörg verði byrjuð að labba! Get alveg sagt ykkur það að ég er ekkert viss um að það takist. Hún er nú samt orðin ótrúlega stöðug þegar hún stendur upp við hluti, hún riðar ekkert lengur. En hún er ekki mikið viljug til að labba blessunin. En það er kannski allt í lagi. Á jólunum verður hún 16 mánaða.
En já, nóg um þessar jólahugleiðingar. Þýðir samt ekkert að skamma mig núna fyrir að vera allt of snemma að rausa um jólin... það er sko ekki langt í þau! Tveir og hálfur mánuður eða svo, og sá tími er ekki lengi að líða.
Hitti Júlíu Rós á morgun. Hlakka mikið til. Ætlum út að borða á MamaRosa. Er búin að ákveða að fá mér pizzu... jammí þær eru algjört lostæti þar.
Ætla að fara upp í rúm að horfa á Nágranna, er núna þar sem Connor er nýkominn og er fluttur til Harolds. Eru þið komin miklu lengra?
Heimir kemur ekki á morgun heldur hinn!! JEI.
Dagurinn búinn að vera rólegur hjá okkur mæðgum í dag. Fórum tölt á Amager Brogade og í Centerið líka. Borguðum fyrstu greiðslu inn á nýju íbúðina, tvo mánuði og tryggingu.
Líana hringdi í gær. Við erum að spá í að reyna að hittast öll á milli jóla- og nýárs. Fara þá til þýskalands, til Heiligenhafen þar sem Líana er með íbúð. Lísa systir ömmu býr þarna, svo það yrði gaman að hitta hana líka. En þetta kemur allt í ljós.
Annars réðst ég á jólakassann áðan :) Gat ekki annað, hann blasir alveg við manni, fremst í staflanum sem er inni í eldhúsi/stofu. Var aðeins að skoða og finna jólakortin sem við fengum í fyrra. Alltaf gaman að kíkja á jóladót. Hlakka mikið til að fara að skrifa jólakort. Hef samt ekki enn fundið nein í búðunum... finnst þeir svolítið seinir í því. Ég gróf upp einn jólasvein handa Ingibjörgu og er hún bara hin kátasta með hann, búin að dröslast með hann um öll gólf :) Heimir sagði að danir byrjuðu að skreyta 1. nóv. Getur einhver staðfest það? Gruna að hann sé að rugla í mér. En það myndi gleðja mig, ég myndi þá flytja inn og skreyta allt í leiðinni! Setja seríurnar upp í alla stóru gluggana, með reglustrikunni auðvitað, og gera fínt. Spurning Jóhanna, hvort ég yrði ekki að fá þig til að hjálpa mér. Kenna þér réttu tökin á þessu. Ef ég man rétt þá "hendir" þú seríunum í gluggana!! :) Hlakka annars mikið til að sjá hvernig danir skreyta gluggana hjá sér. Verð að taka mér seríu-hjólarúnt og taka þetta út. Hlakka til.
Markmiðið fyrir þessi jól er að Ingibjörg verði byrjuð að labba! Get alveg sagt ykkur það að ég er ekkert viss um að það takist. Hún er nú samt orðin ótrúlega stöðug þegar hún stendur upp við hluti, hún riðar ekkert lengur. En hún er ekki mikið viljug til að labba blessunin. En það er kannski allt í lagi. Á jólunum verður hún 16 mánaða.
En já, nóg um þessar jólahugleiðingar. Þýðir samt ekkert að skamma mig núna fyrir að vera allt of snemma að rausa um jólin... það er sko ekki langt í þau! Tveir og hálfur mánuður eða svo, og sá tími er ekki lengi að líða.
Hitti Júlíu Rós á morgun. Hlakka mikið til. Ætlum út að borða á MamaRosa. Er búin að ákveða að fá mér pizzu... jammí þær eru algjört lostæti þar.
Ætla að fara upp í rúm að horfa á Nágranna, er núna þar sem Connor er nýkominn og er fluttur til Harolds. Eru þið komin miklu lengra?
Heimir kemur ekki á morgun heldur hinn!! JEI.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home