Christiania
Við skelltum okkur loksins í fjölskylduferð til fyrirheitna landsins, Christianiu. Mig hefur langað að fara þangað síðan ég veit ekki hvenær. Við ætluðum að kíkja þegar við vorum hérna með Júlíu Rós og Hermanni, en það vannst ekki tími til þess. Svo núna loksins fórum við. Og þvílík upplifun!! Mér fannst þetta æði. Hugsið ykkur að búa þarna, ekkert lífsgæðakapphlaup og ekkert vesen. Allir bara ánægðir í sínum kofa, með sitt dót og drasl og reyna að nýta hvert einasta járnrusl í búskapinn. Allir bara ligeglad, reykja hass og drekka bjór. Rosalega skrítið að koma þarna. Þarna finnast alveg hin fínustu hús og svo algjörir kofar, þannig að manni dytti ekki í hug að fólk byggi þar. Reyndar var nú lögreglan á svæðinu, þeir voru að vakta eitthvert gengi sem var þarna. Svo kíktum við á sölubásana hjá fólkinu. Þar var hægt að verlsa sér allt til hassneyslu, pípur og pappír og allt þar á milli. Ég þræddi hvern básinn á fætur öðrum og endaði hjá konu sem sat og prjónaði húfur og meira til, til að selja. Sagði við Heimi að það væri nú alveg fyrir mig að leigja mér bás þarna, sitja, prjóna og selja :) Held það væri nú bara gaman. Hugsið ykkur, þá gætu þið komið í heimsókn til mín í vinnuna... í Christianiu :) En sem sagt, mér fannst rosalega gaman að koma þarna og ætla aftur um jólin með mömmu og pabba!
Mamma og pabbi eru búin að panta sér flugfar. Koma 20. des og fara heim aftur 4. jan. Jii hvað það verður gaman. Held að það eigi svo að vera jólaboð á Jóladag, við Hrafnhildur vorum að spá í að leigja salinn sem er í hverfinu þeirra. Við verðum svo mörg hérna um jólin, Ásta og fjölskylda kemur og svo eru náttúrulega ansi margir hér úr fjölskyldu Heimis. Ætli við yrðum ekki allt í allt um 20, svei mér þá. Svo er spurning hvort við förum yfir til þýskalands Annan í jólum, og tilbaka aftur fyrir Gamlárs. Kemur allt í ljós.
En það er Malmö á morgun. Það er að segja ef það verður ekki rigning, vonandi ekki. Annars er ótrúlegt að fríið hans sé að verða búið. Aldeilis búin að líða hratt þessi vika, en við erum líka búin að gera ýmislegt.
Er farin upp í rúm að lesa. Góða nótt.
Við skelltum okkur loksins í fjölskylduferð til fyrirheitna landsins, Christianiu. Mig hefur langað að fara þangað síðan ég veit ekki hvenær. Við ætluðum að kíkja þegar við vorum hérna með Júlíu Rós og Hermanni, en það vannst ekki tími til þess. Svo núna loksins fórum við. Og þvílík upplifun!! Mér fannst þetta æði. Hugsið ykkur að búa þarna, ekkert lífsgæðakapphlaup og ekkert vesen. Allir bara ánægðir í sínum kofa, með sitt dót og drasl og reyna að nýta hvert einasta járnrusl í búskapinn. Allir bara ligeglad, reykja hass og drekka bjór. Rosalega skrítið að koma þarna. Þarna finnast alveg hin fínustu hús og svo algjörir kofar, þannig að manni dytti ekki í hug að fólk byggi þar. Reyndar var nú lögreglan á svæðinu, þeir voru að vakta eitthvert gengi sem var þarna. Svo kíktum við á sölubásana hjá fólkinu. Þar var hægt að verlsa sér allt til hassneyslu, pípur og pappír og allt þar á milli. Ég þræddi hvern básinn á fætur öðrum og endaði hjá konu sem sat og prjónaði húfur og meira til, til að selja. Sagði við Heimi að það væri nú alveg fyrir mig að leigja mér bás þarna, sitja, prjóna og selja :) Held það væri nú bara gaman. Hugsið ykkur, þá gætu þið komið í heimsókn til mín í vinnuna... í Christianiu :) En sem sagt, mér fannst rosalega gaman að koma þarna og ætla aftur um jólin með mömmu og pabba!
Mamma og pabbi eru búin að panta sér flugfar. Koma 20. des og fara heim aftur 4. jan. Jii hvað það verður gaman. Held að það eigi svo að vera jólaboð á Jóladag, við Hrafnhildur vorum að spá í að leigja salinn sem er í hverfinu þeirra. Við verðum svo mörg hérna um jólin, Ásta og fjölskylda kemur og svo eru náttúrulega ansi margir hér úr fjölskyldu Heimis. Ætli við yrðum ekki allt í allt um 20, svei mér þá. Svo er spurning hvort við förum yfir til þýskalands Annan í jólum, og tilbaka aftur fyrir Gamlárs. Kemur allt í ljós.
En það er Malmö á morgun. Það er að segja ef það verður ekki rigning, vonandi ekki. Annars er ótrúlegt að fríið hans sé að verða búið. Aldeilis búin að líða hratt þessi vika, en við erum líka búin að gera ýmislegt.
Er farin upp í rúm að lesa. Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home