miðvikudagur, október 25, 2006

Fögnuður

Fórum út að borða á Jensen?s í kvöld. Fagna því að það er aðeins vika í flutning :) Vorum að labba út úr íbúðinni þegar Heimir hefur orð á því hvað það væri nú nice að fara bara tvö. Og ég med det samme, hringdi í Hrafnhildi og við skutluðumst með dömuna til þeirra :) ekki lengi að redda barnapössun í Köben! Þannig að við skötuhjú fórum bara tvö út að borða. Ægilega huggulegt hjá okkur. Þarf ekki að taka það fram að við átum á okkur gat!

En já, við heimsóttum vöggustofuna í morgun. Líst rosa vel á hana. Þarna eru 5 deildir, 12 börn á deild og þrír á starfsmenn á hverri deild. Það voru þrenn pör með okkur og þau voru öll með 3-4 mánaða kríli með sér!! Jeminn eini... En það er víst upp í árs bið að komast þarna að, en fyrst Ingibjörg er orðin eins árs ætti hún ekki að þurfa að bíða svona lengi. Þarf að hringja á skrifstofuna til að athuga með það.

Annars á ég í vændum skemmtilegan morgundag. Sigurlaug Eva er að koma til Köben og ætlum við að hittast á Strikinu (suprise?!) um þrjú leytið á morgun. Hlakka mikið til. Við höfum sennilega ekki sést í eitt eða eitt og hálft ár, svo það verður gaman að endurnýja kynnin. Heimir ætlar svo að koma eftir skóla og taka Ingibjörgu og þá verðum við Sigurlaug alveg eins og í the old days, tvær að rölta í búðunum :) Við áttum það nefnilega til að byrja fyrir hádegi á laugardegi og taka bæði Kringluna og Smáralind í nefið!! Enduðum síðan vanalega á Fridays en þar sem það er ekki í boði hér, að þá verður sennilega MamaRosa fyrir valinu (ennþá meira suprise?!) Jiii ég get bara ekki beðið eftir því að hitta hana!!

Við Ingibjörg röltum yfir í Amager Center í dag og þar var, mér til mikillar gleði búið að stilla upp jóladóti, og allt fullt af jóladóti í risakössum sem verið var að taka upp!! Get svarið það. Sá nokkrar tegundir af nammidagatölum, ferlega flott Disney í Fötex og bara allskonar. Verð að kaupa svoleiðis handa Ingibjörgu. Hugsa nú samt að ég verði líka að borða nammið fyrir hana þetta árið. Svo sá ég rosalega sniðug dagatöl þar sem maður rífur alltaf einn dag í einu af og þá eru þrautir og myndir til að lita og svona sniðugt. Gæti líka verið að hún yrði að fá svoleiðs og þá yrði ég líka að leysa þrautirnar og lita. Marg sem maður VERÐUR að gera í desember :) Fæ alveg fiðringinn.

Ætla að hætta áður en ég tapa mér alveg í jólastemmingunni og bið ykkur vel að lifa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home