miðvikudagur, október 11, 2006

Grasekkjulífi lokið

Heimir minn er kominn heim! Jiii hvað ég er glöð og Ingibjörg varð ekki síður glöð, hún stökk alveg upp í rúminu þegar hann mætti :) Hann kom auðvitað með fisk og hreindýrakjöt og allt hitt sem ég bað hann um að kaupa. Stóran innkaupapoka fullann af sælgæti :) Er búin með einn poka af Nóa kroppi, eitt Pipp og langt komin með Tópas pakka... skola þessu svo niður með kóki. Bara hollusta hér á bæ :)

Heimir er að fara í viku vetrarfrí í skólanum. Tveir dagar eftir af þessari viku og svo frí. Eitt og annað sem við erum búin að ákveða að gera. Það er menningarnótt núna á föstudaginn og ætlum við að kíkja eitthvað í bæinn og skoða mannlífið. Svo er stefnan tekin á Tivolí með Elsu í næstu viku en þeir eru með opið yfir Halloween. Við ætlum okkur einnig að fara eins og einn dag til Malmö í Svíþjóð, það verður örugglega gaman.

En já, við mæðgur fórum og hittum Júlíu Rós og foreldra hennar á MamaRosa í gærkvöldi. Ægilega gaman hjá okkur og alveg yndislegt að hitta Júlíu. Vildi bara að hún gæti komið í hverjum mánuði :) Spurning hvernær við sjáumst næst?

Gleymdi að segja ykkur að ég sá jólasvein í fyrradag. Hann var að vísu ekki komin í fötin sín, en hann var greinilega að gera sig tilbúinn fyrir komandi vertíð því hann var að viðra sængina sína út um gluggann á íbúðinni sinni... ég er ekki plata ykkur.

Heimir er farinn að "suða" hérna fyrir aftan mig svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Ætla að skríða undir heita sæng en hana hef ég ekki átt í 6 nætur!!
Góða nótt :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home