laugardagur, október 07, 2006

Haustið og Nágrannar

Alveg er netið tímaþjófur!! Sérstaklega þegar enginn er í rúminu og suðar stanslaust: Ertu ekki að fara að koma? :) Settist niður fyrir tveimur tímum síðan til að blogga en ákvað að kíkja samt fyrst á mínar föstu síður. Og auðvitað rambar maður þá óvart inn á hinar og þessar síður... og gleymir sér :)

Er ekki búin að kíkja á nýja hverfið. Geri það kannski á morgun ef það verður ekki rigning. Annars er dagurinn búinn að vera fínn. Fór um hádegi og hitti Hrafnhildi og krakkana á Kongens Nytorv. Óhætt að segja að bærinn hafi verið troðinn, landsleikur gegn Írum og allt fullt af bullum. Bara gaman :) Restinni af deginum eyddum við mæðgur svo í huggulegheitum heima hjá Hrafnhildi og co.

Held að haustið sé komið. Búið að vera kalt, rigning og vindur. Brrr... vantar sárlega lopapeysuna mína en Heimir kemur með hana. Hann kemur líka með fullt af sælgæti, pítusósu, kokteilsósu, gráðostasósu og piparost, ýsu a la pabbi, hreindýrakjöt og svona ýmislegt. Ég skrifaði upp tossalista fyrir hann svo ekkert færi úrskeiðis :) Sendi hann líka í búðina Einu sinni var, til að kaupa vegglímiða í herbergið hennar Ingibjargar. Hlakka svaðalega til að fara og versla hillur og annað sem vantar, gera fínt hjá henni. Get reyndar ekki beðið eftir því að flytja, svona ef það hefur farið framhjá ykkur :)

Jeminn eini hvað ég er búin að hlæja, var að horfa á Kastljósið síðan í gær. Auddi var aldeilis tekinn í bakaríið. Mátulegt á hann :) Langar að sjá þessa þætti, ætli þeir séu sýndir á netinu?

Annars sakna ég Nágranna alveg rosalega. Ég er ekki að grínast! Það liggur við að ég kaupi áskrift til að geta horft á þá á netinu, svei mér þá. Ætli Connor og Dylan séu komnir heim? Og eru David og fjölsk. virkilega dáin? Og hvað með Izzy og Paul, og Susan og Alex? Og Karl??!!?? Held ég fái mér áskrift!! Verð þá að gera það þannig að Heimir komist ekki að því... held að hann myndi senda mig heim.

Er búin með Grey's Anatomy, fyrstu seríuna. Alveg elska ég þessa þætti. Finnst hann George O'Malley dásamlegur. Bað Heimi einmitt að kíkja á seinni seríuna á Flugstöðinni, verð að eignast hana. Ætla að fara að koma mér í bælið, spurning hvað ég horfi á, kannski bara Friends. Þeir eru alltaf skemmtilegir.

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home