laugardagur, október 21, 2006

Malmö

Já við fórum til Svíþjóðar í gær. Ótrúlegt að þetta skuli ekki taka nema ca. klukkutíma, héðan frá okkur og á járnbrautarstöðina í Malmö. Þetta var voða gaman, við löbbuðum í miðbænum, göngugöturnar og kíktum í búðir. Mjög fallegt þarna. Fengum okkur Subway, og n.b. ég hef ekki borðað svoleiðis síðan í júní!! Held að Subway fyrirfinnist ekki hér í Köben. En það var sko ljúffengt að sporðrenna einum 12 tommu :) Fórum inní búð sem er með allt fyrir heimilið, nema húsgögn. Varð hugsað til þín Þórey, því það var til allt í svörtu!! Það var meira að segja svartur uppþvottabursti, og þá meina ég að hárin voru líka svört, svört gerviblóm, svartur brauðkassi og bara allt!! Spurning hvort ég fari þarna aftur áður en við flytjum heim og kaupi fyrir þig og setji í gám? :) Eftir svona 6 ár!

En þetta var allt saman mjög gaman. Mér finnst vera munur á Köben og Malmö þá það sé svona stutt á milli. Mér fannst aðeins öðruvísi stíll yfir byggingunum og svona ýmislegt. Finnst Malmö líkari Þýskalandi, sem er auðvitað bara plús. Vildi að Heimir hefði valið skóla í Þýskalandi. Ohhh það hefði alveg verið draumur... þ.e.a.s. minn draumur :) Við eigum nú pottþétt eftir að fara þangað aftur. Sennilega samt ekki um jólin, það er að verða ansi þétt dagskrá fyrir yfir þau :)

Sjónvarpið okkar á að koma í næstu viku. Við erum reyndar bara að spá í að láta það vera í kassanum viku í viðbót og taka það upp á nýja staðnum. Óþarfi að fara að vesenast við að tengja og græja allt fyrir rétt viku. Við erum líka orðin svo sjóuð í sjónvarpsleysinu :) Heimir hafði nú reyndar orð á því í dag að hann héldi að Nágrannar hefðu alveg bjargað mér, annars hefði ég verið farin yfir um! Hugsa jafnvel að það sé rétt hjá honum :)

Annars byrjaði ég að hnerra í Christianiu og ég hef svei mér þá ekki stoppað. Hélt fyrst að ég væri kannski bara með ofnæmi fyrir andrúmsloftinu á placinu :) en það er sko ekki. Er bara komin með kvef og er hundslöpp. Þið vitið... höfuðið fullt af einhverju gumsi þannig að maður heyrir eiginlega ekki neitt, getur ekki dregið almennilega andann og fleira svona miður skemmtilegt. Erum því bara búin að hafa það rólegt í dag.

Jæja, ætla að fara að horfa á mína ástkæru Nágranna.
Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home