miðvikudagur, október 18, 2006

Ýmsilegt

Ætla að byrja á að segja ykkur að ástæðan fyrir bloggleysinu er ekki sökum leti! Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur undanfarna daga að það hefur ekki verið tími til að blogga. Nú svo erum við alveg dottin í Sequense, þannig að við höfum verið dugleg við að spila :) þetta er sko bara skemmtilegt spil og maður verður alveg húkt á því!

Annars er Ingibjörg 14 mánaða í dag!! Litla skvísan... og nei ekki enn byrjuð að labba!! Finnst nú eins og allir segi alltaf, isss vertu bara fegin á meðan hún er róleg :) Jújú ég er það líka alveg, en mér finndist nú samt allt í lagi að hún færi að fara að stað blessunin.

En já við fórum með Elsu og Kasper í Tivolí á sunnudeginum. Svaka gaman hjá okkur. Rosa flott að sjá Tivolíið í þessum Halloween búning. Jiii hvað ég hlakka til að koma þarna um jólin.

Í gær fórum við svo loksins í dýragarðinn með Hrafnhildi og krökkunum. Það var sko æði, og svakalega gaman að fylgjast með Ingibjörgu :) Hún gerði sér nú lítið fyrir og öskraði á móti ljóninu þegar það lét í sér heyra og sýndi allskonar svipbrigði þegar við
fylgdumst með öpunum, bara fyndin. Ég fór svo með hana til geitanna og þar hló hún og hló þegar hún snerti þær, eða þangað til ein þeirra fór að sleikja á henni hendurnar, þá var nú minni nóg boðið! :) Við keyptum okkur árskort í dýragarðinn svo við ætlum pottþétt að vera dugleg að mæta þangað. Næst verður það um jólin :)

Við erum búin að hafa það nice í dag. Nú eru feðginin að leggja sig svo ég ákvað að blogga á meðan... enginn sem getur spilað við mann Sequense :) Við tókum okkur hjólatúr áðan á Íslandsbryggju til að kíkja á vöggustofur. Þær eru tvær sem eru mjög nálægt okkur og sérstaklega önnur. Eitthvað álíka langt að fara þangað eins og frá Gauksmýrinni og til Elmu (svona fyrir þá sem eru kunnugir Neskaupstað :)). Sem sagt mjög stutt. Okkur leist líka miklu betur á þá stofu og fengum við pantaðann tíma eftir viku til að koma og skoða og svona. Hlakka til :) Svo þarf auðvitað að sækja um og það er nú alveg ábyggilega einhver bið. En það kemur bara í ljós. Vonandi bara fær hún pláss. Hlakka mikið til þegar hið daglega líf kemst í almennilegt horf. Þegar við verðum búin að koma okkur fyrir, Ingibjörg byrjar á vöggustofu, hvað ég fer að gera, hvort það verður vinna eða skóli, eða vinna til að byrja með.

Júlía Rós, ég er búin að fá tvö póstkort, takk svo mikið og líka bókina, senda frá Eskifirði?!? Geri ráð fyrir að mamma þín og pabbi hafi sent hana að lokum... Takk fyrir það líka :) Meira vesenið með þessa bók... Fæ kannski að lána Hrafnhildi hana þegar ég er búin? Og Hermann takk fyrir diskinn, Heimir er búin að sjá hana en ekki ég :)

Annars er ég bara alltaf að horfa á Nágranna :) tók t.d. sex þætti í gær! Held ég sé komin langt fram úr ykkur heima. Vil samt ekki segja frá neinu ef ég skyldi vera að kjafta frá. En jeminn þið eigið spennandi þætti í vændum :)

TVÆR VIKUR krakkar mínir í flutning!!!! Get ekki beðið!!! Líka TVÆR VIKUR í Heiðu og Mona... get ekki heldur beðið eftir því!!! :) Verst að mér er strax farið að kvíða fyrir brottför þeirra, þannig að það er eins gott að nýta tímann vel. Gleyma sér ekki í flutningnum. Þó aldrei að vita nema maður blikki Heiðu í eldhússkápana :) hún er nú alveg sérfræðingur í þeim geira. Þá fær hún
líka að kynnast því hvernig það er að taka upp úr kössum því sem hún pakkar!! Það væri eiginlega bara mátulegt á hana :) Við erum að tala um að hverjum hlut, hversu lítill og ómerkilegur hann er, er vel vafið inn í nokkur stykki dagblöð!! En ég hlakka til að sýna þeim nýju húsakynnin og líka að sýna þeim litlu holuna :)

Jæja smá update af síðustu dögum. Veit ekki hvað við gerum restina af vikunni. Sennilega skógarferð með Hrafnhildi ef veður leyfir, og svo er alltaf spurning með Malmö... svona ef við nennum :)

Hafið það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home